Fyrirtæki Jónasar flutti inn efnafræði- og gróðurvörur 17. október 2008 11:14 Jónas Ingi Ragnarsson. Jónas Ingi Ragnarsson, sem handtekinn var í gær í tengslum við fíkniefnaframleiðsluna í Hafnarfirði, stofnaði fyrirtækið Hjúp ehf. á síðasta ári. Tilgangur fyrirtækisins er sagður smásala og heildsala á ýmsum varningi og þjónustu með áherslu á fjarskiptaþjónustu og rafeindabúnað. Það sem hinsvegar vekur athygli er að hliðarstarfsemi fyrirtækisins er sagður vera innflutningur og dreifing á efnafræði- og gróðurvörum. Lögreglan vill ekkert segja til um hvort grunur sé um að fryrirtæki Jónasar hafi flutt inn tæki og tól sem notuð voru við framleiðsluna. „Ég get ekkert gefið upp um það," sagði Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðspurður um málið. Fyrirtækið Hjúpur ehf. var stofnað þann 1.nóvember árið 2007 og er Jónas framkvæmdarstjóri og stjórnarmaður í fyrirtækinu. Jónas var sem kunnugt er dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að svokölluðu „Líkfundarmáli" á Neskaupsstað. Í fyrrgreindri lýsingu á fyrirtæki Jónasar er önnur starfsemi fyrirtækisins einnig sögð felast í rekstri fasteigna og farartækja, ásamt lánastarfsemi. Tindur Jónsson sem einnig var handtekinn í gær í tengslum við fíkniefnaframleiðsluna var á Kvíabryggju með Jónasi Inga en Tindur hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir sveðjuárás í Garðabæ árið 2005. Tindur sem nýlega hlaut reynslulausn stundaði nám í efnafræði við Háskóla Íslands, og þótti samkvæmt heimildum Vísis, afburðarnemandi í faginu. Tindur átti um þúsund daga eftir af reynslulausn sinni. Jónas Ingi og Tindur hafa báðir verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald en tveir aðrir hafa einnig verið handteknir vegna málsins. Öðrum þeirra var sleppt strax í gær en ekki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald yfir hinum. Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundur klukkan 14:00 í dag þar sem farið verður yfir málið ásamt sérfræðingum frá Europol. Tengdar fréttir Fjórði maðurinn enn í haldi lögreglu Fjórði maðurinn, sem handtekinn var í tengslum við fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði í dag, er enn í haldi lögreglu. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á 16. október 2008 21:33 Tveir á reynslulausn á meðal hinna handteknu Líkt og Vísir hefur greint frá hefur lögreglan handtekið fjóra karlmenn í tengslum við fíkniefnaframleiðsluna í Hafnarfirði. Þrír hinna handteknu, sem allir eru íslendingar, eru á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri. 16. október 2008 18:30 Amfetamínframleiðsla upprætt í Hafnarfirði Lögregla hefur komið upp um amfetamínframleiðslu í húsi á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem heimildir Vísis herma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar vegna málsins klukkan 16 en þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík framleiðsla er upprætt hér á landi. 16. október 2008 15:23 Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. október í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á ætlaðri framleiðslu fíkniefna í Hafnarfirði. 16. október 2008 18:16 Hefði dugað í rúmt tonn af efni Lögreglan réðst í morgun til inngöngu í eiturlyfjaverksmiðju í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Hald var lagt á háþróuð tæki til fíkniefnaframleiðslu, efni sem talið er að sé amfetamín, ríflega 20 kíló af hassi og efni til framleiðslu. Þar á meðal tonn af mjólkursykri. 16. október 2008 17:08 Búið að handtaka fjórða manninn Lögreglan var rétt í þessu að handtaka fjórða manninn í tengslum við fíkniefnaframleiðslu við Rauðhellu í Hafnarfirði. Þrír menn voru handteknir í morgun og sá fjórði á Keflavíkurflugvelli. Sá var að koma með flugi til landsins og er Íslendingur. Hann er á þrítugsaldri og hefur komið við sögu lögreglu áður líkt og hinir þrír. 16. október 2008 16:40 Gæsluvarðhaldskrafa yfir fíkniefnaframleiðendum ræðst í dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákveður í dag hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir tveimur af fjórum mönnum, sem handteknir voru í gær þegar lögregla afhjúpaði umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í gær. 17. október 2008 07:25 Þrír Íslendingar í haldi lögreglu í tengslum við amfetamínframleiðslu Þrír íslenskir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna amfetamínframleiðslu í tveimur húsum í Hafnarfirði. 16. október 2008 16:04 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Jónas Ingi Ragnarsson, sem handtekinn var í gær í tengslum við fíkniefnaframleiðsluna í Hafnarfirði, stofnaði fyrirtækið Hjúp ehf. á síðasta ári. Tilgangur fyrirtækisins er sagður smásala og heildsala á ýmsum varningi og þjónustu með áherslu á fjarskiptaþjónustu og rafeindabúnað. Það sem hinsvegar vekur athygli er að hliðarstarfsemi fyrirtækisins er sagður vera innflutningur og dreifing á efnafræði- og gróðurvörum. Lögreglan vill ekkert segja til um hvort grunur sé um að fryrirtæki Jónasar hafi flutt inn tæki og tól sem notuð voru við framleiðsluna. „Ég get ekkert gefið upp um það," sagði Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðspurður um málið. Fyrirtækið Hjúpur ehf. var stofnað þann 1.nóvember árið 2007 og er Jónas framkvæmdarstjóri og stjórnarmaður í fyrirtækinu. Jónas var sem kunnugt er dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að svokölluðu „Líkfundarmáli" á Neskaupsstað. Í fyrrgreindri lýsingu á fyrirtæki Jónasar er önnur starfsemi fyrirtækisins einnig sögð felast í rekstri fasteigna og farartækja, ásamt lánastarfsemi. Tindur Jónsson sem einnig var handtekinn í gær í tengslum við fíkniefnaframleiðsluna var á Kvíabryggju með Jónasi Inga en Tindur hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir sveðjuárás í Garðabæ árið 2005. Tindur sem nýlega hlaut reynslulausn stundaði nám í efnafræði við Háskóla Íslands, og þótti samkvæmt heimildum Vísis, afburðarnemandi í faginu. Tindur átti um þúsund daga eftir af reynslulausn sinni. Jónas Ingi og Tindur hafa báðir verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald en tveir aðrir hafa einnig verið handteknir vegna málsins. Öðrum þeirra var sleppt strax í gær en ekki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald yfir hinum. Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundur klukkan 14:00 í dag þar sem farið verður yfir málið ásamt sérfræðingum frá Europol.
Tengdar fréttir Fjórði maðurinn enn í haldi lögreglu Fjórði maðurinn, sem handtekinn var í tengslum við fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði í dag, er enn í haldi lögreglu. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á 16. október 2008 21:33 Tveir á reynslulausn á meðal hinna handteknu Líkt og Vísir hefur greint frá hefur lögreglan handtekið fjóra karlmenn í tengslum við fíkniefnaframleiðsluna í Hafnarfirði. Þrír hinna handteknu, sem allir eru íslendingar, eru á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri. 16. október 2008 18:30 Amfetamínframleiðsla upprætt í Hafnarfirði Lögregla hefur komið upp um amfetamínframleiðslu í húsi á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem heimildir Vísis herma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar vegna málsins klukkan 16 en þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík framleiðsla er upprætt hér á landi. 16. október 2008 15:23 Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. október í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á ætlaðri framleiðslu fíkniefna í Hafnarfirði. 16. október 2008 18:16 Hefði dugað í rúmt tonn af efni Lögreglan réðst í morgun til inngöngu í eiturlyfjaverksmiðju í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Hald var lagt á háþróuð tæki til fíkniefnaframleiðslu, efni sem talið er að sé amfetamín, ríflega 20 kíló af hassi og efni til framleiðslu. Þar á meðal tonn af mjólkursykri. 16. október 2008 17:08 Búið að handtaka fjórða manninn Lögreglan var rétt í þessu að handtaka fjórða manninn í tengslum við fíkniefnaframleiðslu við Rauðhellu í Hafnarfirði. Þrír menn voru handteknir í morgun og sá fjórði á Keflavíkurflugvelli. Sá var að koma með flugi til landsins og er Íslendingur. Hann er á þrítugsaldri og hefur komið við sögu lögreglu áður líkt og hinir þrír. 16. október 2008 16:40 Gæsluvarðhaldskrafa yfir fíkniefnaframleiðendum ræðst í dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákveður í dag hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir tveimur af fjórum mönnum, sem handteknir voru í gær þegar lögregla afhjúpaði umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í gær. 17. október 2008 07:25 Þrír Íslendingar í haldi lögreglu í tengslum við amfetamínframleiðslu Þrír íslenskir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna amfetamínframleiðslu í tveimur húsum í Hafnarfirði. 16. október 2008 16:04 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fjórði maðurinn enn í haldi lögreglu Fjórði maðurinn, sem handtekinn var í tengslum við fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði í dag, er enn í haldi lögreglu. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á 16. október 2008 21:33
Tveir á reynslulausn á meðal hinna handteknu Líkt og Vísir hefur greint frá hefur lögreglan handtekið fjóra karlmenn í tengslum við fíkniefnaframleiðsluna í Hafnarfirði. Þrír hinna handteknu, sem allir eru íslendingar, eru á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri. 16. október 2008 18:30
Amfetamínframleiðsla upprætt í Hafnarfirði Lögregla hefur komið upp um amfetamínframleiðslu í húsi á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem heimildir Vísis herma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar vegna málsins klukkan 16 en þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík framleiðsla er upprætt hér á landi. 16. október 2008 15:23
Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. október í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á ætlaðri framleiðslu fíkniefna í Hafnarfirði. 16. október 2008 18:16
Hefði dugað í rúmt tonn af efni Lögreglan réðst í morgun til inngöngu í eiturlyfjaverksmiðju í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Hald var lagt á háþróuð tæki til fíkniefnaframleiðslu, efni sem talið er að sé amfetamín, ríflega 20 kíló af hassi og efni til framleiðslu. Þar á meðal tonn af mjólkursykri. 16. október 2008 17:08
Búið að handtaka fjórða manninn Lögreglan var rétt í þessu að handtaka fjórða manninn í tengslum við fíkniefnaframleiðslu við Rauðhellu í Hafnarfirði. Þrír menn voru handteknir í morgun og sá fjórði á Keflavíkurflugvelli. Sá var að koma með flugi til landsins og er Íslendingur. Hann er á þrítugsaldri og hefur komið við sögu lögreglu áður líkt og hinir þrír. 16. október 2008 16:40
Gæsluvarðhaldskrafa yfir fíkniefnaframleiðendum ræðst í dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákveður í dag hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir tveimur af fjórum mönnum, sem handteknir voru í gær þegar lögregla afhjúpaði umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í gær. 17. október 2008 07:25
Þrír Íslendingar í haldi lögreglu í tengslum við amfetamínframleiðslu Þrír íslenskir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna amfetamínframleiðslu í tveimur húsum í Hafnarfirði. 16. október 2008 16:04