Innlent

Hefði dugað í rúmt tonn af efni

Lögreglan réðst í morgun til inngöngu í eiturlyfjaverksmiðju í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Hald var lagt á háþróuð tæki til fíkniefnaframleiðslu, efni sem talið er að sé amfetamín, ríflega 20 kíló af hassi og efni til framleiðslu. Þar á meðal tonn af mjólkursykri.

Lögregla vildi ekki gefa upp nákvæmlega hve mikið af ætluðu amfetamíni fannst. Samkvæmt heimildum Vísis er algengt að út í eitt gramm af hreinu amfetamíni sé blandað 15-20 grömmum af mjólkursykri. Til þess að nýta tonn af mjólkursykri þyrfti því á bilinu 50-67 kíló af amfetamíni. Kominn á götuna hefði afraksturinn því numið á bilinu 1050 til 1067 kílóum af blönduðu amfetamíni. Lögreglan útilokaði á blaðamannafundinum í dag ekki að framleiðslan hafi verið fyrir utanlandsmarkað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×