Innlent

Búið að handtaka fjórða manninn

Frá Hafnarfirði fyrr í dag.
Frá Hafnarfirði fyrr í dag.

Lögreglan var rétt í þessu að handtaka fjórða manninn í tengslum við fíkniefnaframleiðslu við Rauðhellu í Hafnarfirði. Þrír menn voru handteknir í morgun og sá fjórði á Keflavíkurflugvelli. Sá var að koma með flugi til landsins og er Íslendingur. Hann er á þrítugsaldri og hefur komið við sögu lögreglu áður líkt og hinir þrír.

Lögreglan lagði hald á búnað til framleiðslu í húsi við Rauðhellu í Hafnarfirði rétt fyrir hádegi í dag. Einnig var lagt hald á um eitt tonn af mjólkursykri og efni sem talið er vera amfetamín eða metamfetamíni. Auk þess sem 20 kíló af hassi fundust.

Aðgerðin sem staðið hefur yfir í nokkra mánuði, var kölluð Operation Einstein. Farið var inn í tvö iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði en svo virðist sem mennirnir hafi ætlað að færa framleiðsluna yfir í nýtt húsnæði.


Tengdar fréttir

Amfetamínframleiðsla upprætt í Hafnarfirði

Lögregla hefur komið upp um amfetamínframleiðslu í húsi á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem heimildir Vísis herma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar vegna málsins klukkan 16 en þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík framleiðsla er upprætt hér á landi.

Lögreglan boðar til blaðamannafundar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar til blaðamannafundar klukkan 16. Ekki fengust gefnar upp nánari upplýsingar hjá lögreglu um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×