Innlent

Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Tveir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. október í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á ætlaðri framleiðslu fíkniefna í Hafnarfirði. Þeir voru handteknir í morgun ásamt þriðja manninum en sá er nú laus úr haldi lögreglu. Fjórði maðurinn var svo handtekinn á Keflavíkurflugvelli síðdegis en hann hefur ekki enn verið yfirheyrður, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×