Baggalútur fer fram á að ráðskona biðjist opinberlega afsökunar Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 25. júlí 2008 19:56 Liðsmenn Baggalúts, ætíð hýrir á brá. Vísi hefur borist tilkynning frá Baggalúti í kjölfar fréttar miðilsins um óánægju vegna texta við nýtt lag sveitarinnar, Þjóðhátíð '93. Í fréttinni var rætt við Hjálmar Sigmarsson, ráðskonu Karlahóps Femínistafélag Íslands, sem fannst lagið fullmikið af hinu góða. Baggalútur gerir ýmsar athugasemdir við orð Hjálmars og þá sérstaklega þessi: „Endalaust er verið að senda þau skilaboð og tala um nauðganir sem hluta af verslunarmannahelginni sem þær eiga auðvitað ekki að vera. Á meðan við erum að senda frá okkur svona skilaboð þá halda nauðganir áfram að vera hluti af okkar hversdagsleika." Og: „Þetta eru undarleg skilaboð í alla staði og stangast á við kynfrelsi beggja kynja. Ég sé ekki hæðnina né grínið. Er verið að gera grín að nauðgaranum? Hvað er þá svona fyndið við nauðgara eða nauðgun?" Við þessi orð Hjálmars vill Baggalútur gera nokkrar athugasemdir: "-Textinn fjallar um fyllerí og kvennafar eins og fjölmargir íslenskir og erlendir dægurlagatextar, hann er svipmynd af ástandi sem skapast um hverja einustu verslunarmannahelgi á flestum þeim hátíðum sem þá eru haldnar. -Hvergi er hvatt til nauðgana í textanum. Hvergi. -Hvaða nauðgari er þetta sem Hjálmari þykir svona ófyndinn? Er það ljóðmælandinn? -Í viðtalinu er eftirfarandi textabrot tilgreint sérstaklega: „Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal - þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey." Þarna er vissulega nokkuð gróft orðbragð í textanum, en því fer fjarri að verið sé að hvetja til nauðgana. Þarna er einfaldlega átt við að mikið sé af kátu kvenfólki, alldrukknu, í Heimaey þessa daga. Langi mann að komast í kynni við þær, sé tækifærið um verslunarmannahelgina. Hver er að nauðga hverjum í þessum línum? Er það orðasambandið „að góma grey" sem felur í sér nauðgun? Eru þá orðasamböndin „að næla sér í konu" eða „krækja sér í kvenmann" dulbúin hótun um nauðgun? Það að kalla konu „grey", er vissulega nokkuð hvasst - sbr. þegar Hjalti Skeggjason kvað til sjálfrar frjósemisgyðjunnar: „grey þykkir mér Freyja". En hér er svo sannarlega enginn að gera sig líklegan til að nauðga neinum. -Í textanum segir jafnframt „og ég bauð þér pent að skríða í tjaldið til mín" - lýsa þessi orð hugarástandi nauðgara? -Sér Hjálmar ofsjónum yfir því að til sé fólk sem drekkur áfengi og sefur hjá í kjölfarið? Ætlar hann að skera upp herör gegn því að konur og karlar „komist á séns," eins og sagt er, undir áhrifum áfengis? En að fólk eigi kynferðismök í tjöldum - er það alltaf nauðgun?Ósmekkleg aðferð til að vekja athygli á góðum málstaðHjálmar Sigmarsson fer fyrir Nei! átaki Karlahóps Femínistafélags Íslands.Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Baggalútsmönnum gremst mjög að vera gert upp það viðhorf að nauðganir séu á einhvern hátt réttlætanlegar og er í raun gróflega misboðið.„Hjálmar virðist hafa sett upp hin kámugu gleraugu femínismans, en með þeirra hjálp má sjá kvenhatur og kynjafyrirlitningu hvar sem er. Hvað með Þórsmerkurljóð, Flagarabrag og fleiri lög sem sungin eru í Brekkunni í Herjólfsdal? Með mátulega sterkum kynjagleraugum mætti jafnvel sjá margt sóðalegt við Litlu fluguna og hennar fyrirætlanir.Þó Hjálmar sé afar upptekinn af nauðgunum, þá eru Baggalútsmenn það ekki og í raun þykir þeim árásir hans á tónlist Baggalúts, ósmekkleg aðferð til að vekja athygli á góðum málstað og umræðu sem á mjög mikinn rétt á sér.Baggalútsmenn taka það mjög nærri sér að vera gert það upp opinberlega, í víðlesnum fjölmiðli, að þeir hvetji menn til að nauðga konum. Baggalútsmenn telja nauðgun viðurstyggilegt athæfi og fara fram á að ráðskonan biðjist opinberlega afsökunar á því að hafa logið því upp á höfunda og flytjendur lagsins að þeir hvetji til nauðgana. Hún væri maður að meiri fyrir vikið.Með kveðju, Baggalútur" Tengdar fréttir Texti við nýtt Baggalútslag þykir senda undarleg skilaboð Nýtt lag Baggalúts, Þjóðhátíð ’93, hefur vakið sterk viðbrögð fyrir nokkuð opinskáan texta um fyllirí og kynlífsfarir. Segir meðal annars í textanum: „Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal – þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma eitt grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey.“ 24. júlí 2008 21:54 Baggalútur með nýtt síðsumarlag Baggalútur hefur sent frá sér flúnkunýtt og æsilegt síðsumarlag af væntanlegri gleði- og samkvæmisskífu sinni. Lagið, sem heitir Þjóðhátíð '93, er eftir Braga Valdimar Skúlason og Guðmund Pálsson. 24. júlí 2008 13:45 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Vísi hefur borist tilkynning frá Baggalúti í kjölfar fréttar miðilsins um óánægju vegna texta við nýtt lag sveitarinnar, Þjóðhátíð '93. Í fréttinni var rætt við Hjálmar Sigmarsson, ráðskonu Karlahóps Femínistafélag Íslands, sem fannst lagið fullmikið af hinu góða. Baggalútur gerir ýmsar athugasemdir við orð Hjálmars og þá sérstaklega þessi: „Endalaust er verið að senda þau skilaboð og tala um nauðganir sem hluta af verslunarmannahelginni sem þær eiga auðvitað ekki að vera. Á meðan við erum að senda frá okkur svona skilaboð þá halda nauðganir áfram að vera hluti af okkar hversdagsleika." Og: „Þetta eru undarleg skilaboð í alla staði og stangast á við kynfrelsi beggja kynja. Ég sé ekki hæðnina né grínið. Er verið að gera grín að nauðgaranum? Hvað er þá svona fyndið við nauðgara eða nauðgun?" Við þessi orð Hjálmars vill Baggalútur gera nokkrar athugasemdir: "-Textinn fjallar um fyllerí og kvennafar eins og fjölmargir íslenskir og erlendir dægurlagatextar, hann er svipmynd af ástandi sem skapast um hverja einustu verslunarmannahelgi á flestum þeim hátíðum sem þá eru haldnar. -Hvergi er hvatt til nauðgana í textanum. Hvergi. -Hvaða nauðgari er þetta sem Hjálmari þykir svona ófyndinn? Er það ljóðmælandinn? -Í viðtalinu er eftirfarandi textabrot tilgreint sérstaklega: „Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal - þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey." Þarna er vissulega nokkuð gróft orðbragð í textanum, en því fer fjarri að verið sé að hvetja til nauðgana. Þarna er einfaldlega átt við að mikið sé af kátu kvenfólki, alldrukknu, í Heimaey þessa daga. Langi mann að komast í kynni við þær, sé tækifærið um verslunarmannahelgina. Hver er að nauðga hverjum í þessum línum? Er það orðasambandið „að góma grey" sem felur í sér nauðgun? Eru þá orðasamböndin „að næla sér í konu" eða „krækja sér í kvenmann" dulbúin hótun um nauðgun? Það að kalla konu „grey", er vissulega nokkuð hvasst - sbr. þegar Hjalti Skeggjason kvað til sjálfrar frjósemisgyðjunnar: „grey þykkir mér Freyja". En hér er svo sannarlega enginn að gera sig líklegan til að nauðga neinum. -Í textanum segir jafnframt „og ég bauð þér pent að skríða í tjaldið til mín" - lýsa þessi orð hugarástandi nauðgara? -Sér Hjálmar ofsjónum yfir því að til sé fólk sem drekkur áfengi og sefur hjá í kjölfarið? Ætlar hann að skera upp herör gegn því að konur og karlar „komist á séns," eins og sagt er, undir áhrifum áfengis? En að fólk eigi kynferðismök í tjöldum - er það alltaf nauðgun?Ósmekkleg aðferð til að vekja athygli á góðum málstaðHjálmar Sigmarsson fer fyrir Nei! átaki Karlahóps Femínistafélags Íslands.Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Baggalútsmönnum gremst mjög að vera gert upp það viðhorf að nauðganir séu á einhvern hátt réttlætanlegar og er í raun gróflega misboðið.„Hjálmar virðist hafa sett upp hin kámugu gleraugu femínismans, en með þeirra hjálp má sjá kvenhatur og kynjafyrirlitningu hvar sem er. Hvað með Þórsmerkurljóð, Flagarabrag og fleiri lög sem sungin eru í Brekkunni í Herjólfsdal? Með mátulega sterkum kynjagleraugum mætti jafnvel sjá margt sóðalegt við Litlu fluguna og hennar fyrirætlanir.Þó Hjálmar sé afar upptekinn af nauðgunum, þá eru Baggalútsmenn það ekki og í raun þykir þeim árásir hans á tónlist Baggalúts, ósmekkleg aðferð til að vekja athygli á góðum málstað og umræðu sem á mjög mikinn rétt á sér.Baggalútsmenn taka það mjög nærri sér að vera gert það upp opinberlega, í víðlesnum fjölmiðli, að þeir hvetji menn til að nauðga konum. Baggalútsmenn telja nauðgun viðurstyggilegt athæfi og fara fram á að ráðskonan biðjist opinberlega afsökunar á því að hafa logið því upp á höfunda og flytjendur lagsins að þeir hvetji til nauðgana. Hún væri maður að meiri fyrir vikið.Með kveðju, Baggalútur"
Tengdar fréttir Texti við nýtt Baggalútslag þykir senda undarleg skilaboð Nýtt lag Baggalúts, Þjóðhátíð ’93, hefur vakið sterk viðbrögð fyrir nokkuð opinskáan texta um fyllirí og kynlífsfarir. Segir meðal annars í textanum: „Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal – þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma eitt grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey.“ 24. júlí 2008 21:54 Baggalútur með nýtt síðsumarlag Baggalútur hefur sent frá sér flúnkunýtt og æsilegt síðsumarlag af væntanlegri gleði- og samkvæmisskífu sinni. Lagið, sem heitir Þjóðhátíð '93, er eftir Braga Valdimar Skúlason og Guðmund Pálsson. 24. júlí 2008 13:45 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Texti við nýtt Baggalútslag þykir senda undarleg skilaboð Nýtt lag Baggalúts, Þjóðhátíð ’93, hefur vakið sterk viðbrögð fyrir nokkuð opinskáan texta um fyllirí og kynlífsfarir. Segir meðal annars í textanum: „Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal – þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma eitt grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey.“ 24. júlí 2008 21:54
Baggalútur með nýtt síðsumarlag Baggalútur hefur sent frá sér flúnkunýtt og æsilegt síðsumarlag af væntanlegri gleði- og samkvæmisskífu sinni. Lagið, sem heitir Þjóðhátíð '93, er eftir Braga Valdimar Skúlason og Guðmund Pálsson. 24. júlí 2008 13:45