Lífið

Baggalútur með nýtt síðsumarlag

Baggalútur
Baggalútur

Baggalútur hefur sent frá sér flúnkunýtt og æsilegt síðsumarlag af
væntanlegri gleði- og samkvæmisskífu sinni. Lagið, sem heitir
Þjóðhátíð '93, er eftir Braga Valdimar Skúlason og Guðmund Pálsson.

Textinn er eftir Braga, en hann er byggður á sannsögulegum atburðum,
aðeins nöfnum hefur verið breytt - til að hlífa saklausum. Guðmundur
syngur af hjartans lyst.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Baggalúti.

Hægt er að skoða textann og hlusta á lagið hér.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.