Texti við nýtt Baggalútslag þykir senda undarleg skilaboð Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 24. júlí 2008 21:54 Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur. Nýtt lag Baggalúts, Þjóðhátíð '93, hefur vakið sterk viðbrögð fyrir nokkuð opinskáan texta um fyllirí og kynlífsfarir. Segir meðal annars í textanum: „Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal - þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma eitt grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey." „Þetta er fullmikið af hinu góða," segir Hjálmar Sigmarsson, ráðskona Karlahóps Femínistafélags Íslands. Hjálmar segir textann endurspegla hluta af vandamálinu sem bent hafi verið á. „Endalaust er verið að senda þau skilaboð og tala um nauðganir sem hluta af verslunarmannahelginni sem þær eiga auðvitað ekki að vera. Á meðan við erum að senda frá okkur svona skilaboð þá halda nauðganir áfram að vera hluti af okkar hversdagsleika." Ætti ekki að gera grín að nauðgunum Hjálmar segir textann boða lítið annað en kvenfyrirlitningu og beinlínis lögbrot enda sé það bannað með lögum að nýta sér annarlegt ástand. „Þetta eru undarleg skilaboð í alla staði og stangast á við kynfrelsi beggja kynja. Ég sé ekki hæðnina né grínið. Er verið að gera grín að nauðgaranum? Hvað er þá svona fyndið við nauðgara eða nauðgun?," spyr Hjálmar. Að mati Hjálmars er skrýtið að gera slíkt lag undir skjóli hæðni eða gríns. Hann segir hæðni trompkort sem sé notað of mikið og af því að þetta er grín þá á þetta að vera í lagi. Hjálmar vill hins vegar ögra þeirri hugmynd enda nái þemað grín ekki utan um nauðganir. Ekki beint ætlunin að móðga neinn „Þetta er nú ekki alveg það gróft," sagði Bragi Valdimar Skúlason, höfundur textans, þegar Vísir hafði samband við hann. „Ég hef mér ekkert til málsbóta annað en að það sé margt verra í heiminum en það sem er lýst í textanum." Hann tekur hins vegar skýrt fram að hvergi sé minnst á nauðganir í textanum og að Baggalútur myndi aldrei tala fyrir þeim. „Það var svo sem ekki ætlunin að mógða neinn, ekki beint. En það er ágætt að vita að það er ennþá hægt að stuða einhvern með ekki grófari munnsöfnuð en þetta."Hægt er að skoða textann við Þjóðhátíð '93 og hlusta á lagið með því að smella hér. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Nýtt lag Baggalúts, Þjóðhátíð '93, hefur vakið sterk viðbrögð fyrir nokkuð opinskáan texta um fyllirí og kynlífsfarir. Segir meðal annars í textanum: „Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal - þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma eitt grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey." „Þetta er fullmikið af hinu góða," segir Hjálmar Sigmarsson, ráðskona Karlahóps Femínistafélags Íslands. Hjálmar segir textann endurspegla hluta af vandamálinu sem bent hafi verið á. „Endalaust er verið að senda þau skilaboð og tala um nauðganir sem hluta af verslunarmannahelginni sem þær eiga auðvitað ekki að vera. Á meðan við erum að senda frá okkur svona skilaboð þá halda nauðganir áfram að vera hluti af okkar hversdagsleika." Ætti ekki að gera grín að nauðgunum Hjálmar segir textann boða lítið annað en kvenfyrirlitningu og beinlínis lögbrot enda sé það bannað með lögum að nýta sér annarlegt ástand. „Þetta eru undarleg skilaboð í alla staði og stangast á við kynfrelsi beggja kynja. Ég sé ekki hæðnina né grínið. Er verið að gera grín að nauðgaranum? Hvað er þá svona fyndið við nauðgara eða nauðgun?," spyr Hjálmar. Að mati Hjálmars er skrýtið að gera slíkt lag undir skjóli hæðni eða gríns. Hann segir hæðni trompkort sem sé notað of mikið og af því að þetta er grín þá á þetta að vera í lagi. Hjálmar vill hins vegar ögra þeirri hugmynd enda nái þemað grín ekki utan um nauðganir. Ekki beint ætlunin að móðga neinn „Þetta er nú ekki alveg það gróft," sagði Bragi Valdimar Skúlason, höfundur textans, þegar Vísir hafði samband við hann. „Ég hef mér ekkert til málsbóta annað en að það sé margt verra í heiminum en það sem er lýst í textanum." Hann tekur hins vegar skýrt fram að hvergi sé minnst á nauðganir í textanum og að Baggalútur myndi aldrei tala fyrir þeim. „Það var svo sem ekki ætlunin að mógða neinn, ekki beint. En það er ágætt að vita að það er ennþá hægt að stuða einhvern með ekki grófari munnsöfnuð en þetta."Hægt er að skoða textann við Þjóðhátíð '93 og hlusta á lagið með því að smella hér.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira