Innlent

Einstaklega björt minning um Sigurbjörn Einarsson

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pétur Sigurgeirsson biskup tók við embætti af Sigurbirni.
Pétur Sigurgeirsson biskup tók við embætti af Sigurbirni.
Pétur Sigurgeirsson biskup segir að minning sín um Sigurbjörn Einarsson biskup sé alveg sérstaklega góð og björt.

„Hann vígði mig sem vígslubiskup á Hólum árið 1969 að mig minnir. Það var mikil athöfn sem ég gleymi ekki," segir Pétur. Hann segist jafnframt minnast þess hlýlega þegar Sigurbjörn lét af embætti.

„Þegar ég var kosinn biskup á eftir honum þá gleymi ég ekki hversu vel og fallega hann tók á móti mér þegar ég kom hingað til Reykjavíkur og undirbjó þá athöfn með sérstökum hætti." Pétur segir að Sigurbjörn hafi gert þá athöfn mjög minnisstæða fyrir sig og eiginkonu sína.

„Þess minntist ég æ síðan hvað hann tók vel á móti okkur," segir Pétur. Hann segir að Sigurbjörn og Magnea eiginkona hans hafi ávallt verið miklir vinir þeirra hjóna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×