Innlent

Kalli Bjarni aftur dæmdur

Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni úr Idolinu, var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir vörslu fíkniefna. Sá dómur leggst ofan á tveggja ára fangelsisdóm sem hann hlaut fyrr á þessu ári fyrir að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af kókaíni til landsins.

Fyrirtaka var í máli ákæruvaldsins á hendur Kalla Bjarna nú eftir hádegið en í því var honum gefið að sök að hafa haft í fórum sínum rúm 60 grömm af amfetamíni þegar lögregla hafði afskipti af honum á Hótel Vík í Síðumúla í mars. Það var á meðan Kalli Bjarni beið þess að hefja afplánun vegna smygldómsins.

Kalli Bjarni kom fyrir dóm í morgun og játaði á sig vörslur afmetamínsins. Var kveðinn upp sá dómur að hann skyldi sæta fangelsi í tvo mánuði til viðbótar þau tvö ár sem hann hlaut fyrir fíkniefnasmyglið. Kalli Bjarni hefur þegar hafið afplánun þess dóms á Kvíabryggju.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×