Erlent

Verkföll í Þýskalandi lama samgöngur

MYND/AP

Samgöngur liggja niðri vegna verkfalla í mörgum borgum Þýskalands. Einnig hefur flugferðum verið aflýst á helstu flugvöllum landsins.

Lufthansa hefur aflýst 300 flugferðum vegna verkfalla starfsmanna. Fimmhundruð flugferðum hefur verið aflýst á flugvellinum í München. Síðan snemma í morgun hafa starfsmenn sem sjá um flutning farangurs til og frá flugvélunum lagt niður störf m.a. í Frankfurt, Düsseldorf, München, Köln og Hamborg.

Einnig hafa almenningssamgöngur legið niðri í öðrum borgum, t.d. í Norður-Vestfalíu þar sem strætóar og neðanjarðarlestir hafa ekki þjónustað fólk í dag. Stéttarfélagið þeirra krefst 8 prósenta hækkunar launa eða í minnsta lagi að starfsmenn fái 200 evrur á mánuði. Vinnuveitendur bjóða aðeins 5 prósenta hækkun launa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×