Innlent

Dagur segir augljósar missagnir í máli formanns KSÍ

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi.
Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi.

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að efni bréfs sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sendi borgarstjóra varðandi störf nefndar um byggingaframkvæmdir á Laugadalsvelli komi sér á óvart. Framkvæmdir hafa farið um sex hundruð milljónum fram úr áætlun en Geir segir að Degi hafi átt að vera fullkunnugt um þessa framúrkeyrslu. Þessu neitar Dagur.

„Í þessum texta eru fulllyrðingar sem stangast á við fyrirliggjandi gögn og fundargerðir auk yfirlýsinga Geirs sjálfs frá því fyrir páska. Ég átta mig þess vegna ekki á því hvernig þetta varð til," segir Dagur. Hann segir að í bréfi Geirs sé missagt hvað fór fram á fundum byggingarnefnda. Þá segir Dagur það liggja fyrir að KSÍ hafi tekið einhliða ákvörðun um að semja við Ístak um framkvæmdir án nokkurs samráðs. Einnig hafi KSÍ gert beytingar á útboðsgögnum án aðkomu byggingarnefndar eða borgarinnar.

Þá leggur Dagur áherslu á að stærstur hluti framúrkeyrslunnar sé vegna viðbótar- og aukaverka sem KSÍ samþykkti löngu eftir kosningar. Hann hafi þá verið hættur í byggingarnefndinni. „Það þarfnast því alveg sérstakra skýringa hvers vegna formaður KSÍ kýs að gera minn hluta í þessu tortryggilegan. Vegna þess að í minni tíð var þó eitthvað eftirlit af hálfu bygginganefndar. Eftir stendur þó að engin viðbótar- og aukaverk sem KSÍ samþykkti voru borin undir byggingarnefnd.“

Loks segir Dagur það vera miður að greinargerð KSÍ sé komin í fjölmiðlaumræðu áður en forsvarsmenn þess fái tækifæri til að leiðrétta þær augljósu missagnir sem í henni séu.


Tengdar fréttir

Formaður KSÍ segir Degi hafa verið fullkunnugt um framúrkeyrslu

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist ekki geta setið undir þeim fullyrðingum Dags B Eggertssonar, sem átti sæti í nefnd um framkvæmdir við Laugadalsvöll, að honum hafi verið ókunnugt um það, þar til fyrir skömmu,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×