Innlent

Rúmeni og Þjóðverji ætluðu með milljónir úr landi

MYND/365

Mennirnir tveir sem handteknir voru í Leifsstöð í gær með fullar ferðatöskur af peningum sem þeir höfðu rænt úr hraðbönkum í Reykjavík gætu hafa náð út allt að tíu milljónum króna samkvæmt heimildum Vísis. Þeir eru frá Rúmeníu og Þýskalandi.

Heimildir Vísis herma að enn sé óljóst hve miklum upphæðum mennirnir náðu út úr hraðbönkum hér á landi. Þeir voru með rúmlega tvær milljónir í farteskinu þegar þeir voru handteknir en grunur leikur á því að þeir hafi náð meira fé út. Mennirnir afrituðu kortaupplýsingar erlendis og yfirfærðu á önnur kort sem þeir notuðu svo hér á landi.

Enn er á huldu hvers vegna þeim datt í hug að ferðast til Íslands til þess að nota stolnu kortin, en leiða má að því líkum að erfitt hefði verið fyrir þá að skipta seðlunum í London, en þangað lá leið þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×