Erlent

Mannskæðar árásir í Írak í morgun

Frá vettvangi annars tilræðisins í morgun.
Frá vettvangi annars tilræðisins í morgun. MYND/AP

Sextán hið minnsta létust og á fimmta tug særðist í tveimur sprengingum í Bagdad í morgun.

Í öðru tilvikinu léstust tólf og 46 særðust þegar bílsprengja sprakk nærri herbíl í miðborg Bagdad og í hinu léstust fjórir, þar á meðal tveir hermenn, þegar sjálfsmorðsárásarmaður ók inn í eftirlitsstöð í austurhluta Bagdad.

Sprengingarnar urðu þrátt fyrir að öryggisgæsla í borginni hefði verið hert til muna þar sem Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, er nú í opinberri heimsókn í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×