Innlent

Gagnrýnir hægagang í borgarkerfi vegna samgöngumiðstöðvar

Samgönguráðherra gagnrýnir hægagang í borgarkerfinu við undirbúning samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli.

Flugstoðir vonuðust til að hefja framkvæmdir í vor en ekkert bólar á deiliskipulagi þótt þrjú ár séu liðin frá því ríki og borg gerðu samkomulag um að hún skyldi rísa við Loftleiðahótelið.

Það var í ársbyrjun 2005 sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þáverandi borgarstjóri, og Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra undirrituðu samkomulag um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli.

Flugstoðir hafa undirbúið málið og með það að markmiði að framkvæmdir gætu hafist í vor og samgöngumiðstöðin yrði tilbúin vorið 2009. Málinu miðar hins vegar hægt í gegnum kerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×