Innlent

Enn allt á huldu um atvik við danska sendiráðið

Skemmdarvargarnir krotuðu á sendiráðið.
Skemmdarvargarnir krotuðu á sendiráðið. MYND/Frikki Þór

Enn er allt á huldu um það hver eða hverjir krotuðu á húsvegg danska sendiráðsins við Hverfisgötu í fyrrinótt og drógu þar upp fána með áletrun og hauskúpu.

Enginn hefur verið yfirheyrður vegna málsins og enginn sérstakur liggur undir grun. Talan 69 var letruð á annan fánann en Ungdómshúsið á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, sem rifið var þrátt fyrir mikil mótmæli, stóð við Jagtvej 69.

Víða um Danmörku hefur sú tala verið máluð á hús og mannvirki til að mótmæla þeim gjörningi. Það sem krotað var á húsið styður þá kenningu að samhengi sé þarna á milli því því þar stóð: „Við munum aldrei glelyma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×