Innlent

Fimleikastúlkan fór í vel heppnaða aðgerð

Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint

„Aðgerðin gekk mjög vel og beinið mun gróa," segir Auður Þorsteinsdóttir framkvæmdarstjóri Gerplu í Kópavogi. Tólf ára stúlka slasaðist alvarlega þegar hún hlaut opið beinbrot á fimleikaæfingu félagsins í gærkvöldi.

Stúlkan var að hoppa á trampólíni þegar slysið varð. „Hún var að gera æfingu sem hún á að ráða við og þjálfarinn hennar stóð við hliðina á henni. Það verða slys í íþróttum en hún fékk aðhlynningu strax frá sjúkraþjálfurum og íþróttakennurum sem voru á staðnum," segir Auður.

Mikil mildi er að ekki fór verr og má þakka það skjótum og góðum viðbrögðum þeirra sem voru á staðnum. Stúlkan var síðan flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem hún fór í aðgerð.

„Slys eru auðvitað sorgleg en miðað við aðstæður þá hlaut hún mjög góða aðhlynningu og verður góð innan tíðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×