Hætta á borgarastyrjöld í Líbanon Guðjón Helgason skrifar 9. maí 2008 18:30 Hætta er á að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Hizbollah-skæruliðar hafa lagt undir sig megnið af höfuðborginni Beirút. Líbanar hafa verið forsetalausir frá 23. nóvember í fyrra. Ríkisstjórnin og stjórnarandstöðuþingmenn Hizbollah-samtakanna hafa ekki getað komið sér saman um hver eigi að gegna embættinu. Til átaka kom á götum úti í höfuðborginni milli Hizbollah liða og stuðningsmanna stjórnvalda á miðvikudaginn þegar yfirvöld lýstu því yfir að síma- og sjónvarpsþjónustu samtakanna væri ógn við öryggi í landinu. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði það jafngilda stríðsyfirlýsingu. Hizbollah liðar svöruðu með því að hertaka sjónvarpsstöð í eigu bandamanna ríkisstjórnarinnar og skrúfa fyrir útsendingar. Þeir lögðu einnig elda að höfuðstöðvum dagblaðs í eigu þeirra sömu. 11 hið minnsta hafa fallið, aðallega almennir borgarar. Tugir hafa særst. Í morgun var svo ljóst að Hizbollah liðar hefðu völdin í nær allri Beirútborg sem þeir hafa síðan lokað með vegatálmum. Ráðamenn í Líbanon segja þetta valdarán sem miði að því hleypa Sýrlendingum eftur inn í landið. Ráðamenn í Damaskus kölluðu herlið sitt heim frá Líbanon 2005 og hafa ætíð neitað því að þeir hafi haft eða reyni að hafa áhrif á stjón mála í landinu. Borgarastyrjöld geisaði síðast í Líbanon á árunum 1975 til 1990. Sýrlendingar og Ísraelar drógust inn í þau átök sem kostuðu fjölmörg mannslíf. Herinn hefur enn ekki blandast í átökin nú og verði svo áfram gæti það komið í veg fyrir aðra borgarastyrjöld. Erlent Fréttir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Hætta er á að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Hizbollah-skæruliðar hafa lagt undir sig megnið af höfuðborginni Beirút. Líbanar hafa verið forsetalausir frá 23. nóvember í fyrra. Ríkisstjórnin og stjórnarandstöðuþingmenn Hizbollah-samtakanna hafa ekki getað komið sér saman um hver eigi að gegna embættinu. Til átaka kom á götum úti í höfuðborginni milli Hizbollah liða og stuðningsmanna stjórnvalda á miðvikudaginn þegar yfirvöld lýstu því yfir að síma- og sjónvarpsþjónustu samtakanna væri ógn við öryggi í landinu. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði það jafngilda stríðsyfirlýsingu. Hizbollah liðar svöruðu með því að hertaka sjónvarpsstöð í eigu bandamanna ríkisstjórnarinnar og skrúfa fyrir útsendingar. Þeir lögðu einnig elda að höfuðstöðvum dagblaðs í eigu þeirra sömu. 11 hið minnsta hafa fallið, aðallega almennir borgarar. Tugir hafa særst. Í morgun var svo ljóst að Hizbollah liðar hefðu völdin í nær allri Beirútborg sem þeir hafa síðan lokað með vegatálmum. Ráðamenn í Líbanon segja þetta valdarán sem miði að því hleypa Sýrlendingum eftur inn í landið. Ráðamenn í Damaskus kölluðu herlið sitt heim frá Líbanon 2005 og hafa ætíð neitað því að þeir hafi haft eða reyni að hafa áhrif á stjón mála í landinu. Borgarastyrjöld geisaði síðast í Líbanon á árunum 1975 til 1990. Sýrlendingar og Ísraelar drógust inn í þau átök sem kostuðu fjölmörg mannslíf. Herinn hefur enn ekki blandast í átökin nú og verði svo áfram gæti það komið í veg fyrir aðra borgarastyrjöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira