Innlent

Fermingarbörnin vonast eftir tölvum

Að muna trúarjátninguna var mesta áhyggjuefni hjá fermingarbörnum í Háteigskirkju í dag og flest vonuðust þau eftir tölvum í fermingargjöf.

Tvær athafnir voru í kirkjunni í dag en alls voru tuttugu og tvö börn fermd. Fermingarnar voru þær fyrstu á þessu ári líkt og í fleiri kirkjum. Fermt var í Bústaðarkirkju um síðustu helgi en þar voru dæmi um að fermingarbörn fengu tölvur og flatskjái í gjafir. Tölvur virðast vera ofarlega á óskalistanum hjá fermingarbörnum í ár því flest barnanna sem fréttastofa ræddi við í Háteigskirkju í dag sögðu tölvur efstar á óskalistanum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×