Myllan líkir snöggfrystingu við framfarir í sjónvarpsmyndgæðum 12. júní 2008 10:14 Myllan hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Vísis um innfluttar og snöggfrystar bökunarvörur sem seldar hafa verið í bakaríum landsins. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að „tækniþróun síðustu ára hafa markað vatnaskil hérlendis í gerð brauðs og annarrar bakaravöru" og meðal annars stuðlað að hagstæðu verði. „Í grófum dráttum, þá byggir þessi þróun á þeim nýju aðferðum í framleiðslu og snöggfrystingu, sem rutt hafa sér til rúms og tryggja ferskleika vörunnar alla leið frá framleiðanda til neytenda á samkeppnishæfu verði. Fyrir vikið er aðgengi almennings að nýbökuðu bakkelsi, svo að dæmi sé tekið, ekki lengur háð því hvar framleiðandinn er staðsettur eða klukkan hvað mætt er á staðinn," segir í yfirlýsingunni. Myllan þvertekur fyrir að síðri vöru sé að ræða, þótt innflutt sé, og líkir þessu við dagskrá sjónvarpsstöðva, sem haldi gæði sínum hvort sem á hana er horft úr gömlu sjónvarpi eða nýjum flatskjá. „Það gefur auga leið að sjónvarpsdagskráin er sú sama, alveg óháð því hvort gömul eða ný viðtæki eiga í hlut. Það sama á við um brauð og aðra bakaravöru, hvort heldur framleidd með nýja eða gamla laginu. Innihaldið er það sama. Gæðin eru á hinn bóginn meiri þökk sé betri tækni, á sama hátt og myndgæði flatskjásins taka gæðum túpusjónvarpsins fram." Hvað varðar fullyrðingar um upploginn uppruna vörunnar, þá segir Myllan að í langflestum tilvikum sé um eigin framleiðslu að ræða, þó að sjálft hráefnið, til dæmis kornið, sé vissulega að stórum hluta innflutt. Í undantekningartilvikum er þó um að ræða innflutta vöru tilbúna til baksturs. Segir í yfirlýsingunni að á undanförnum árum hafi þetta hlutfall verið á bilinu fimm til tíu prósent af heildarsölu fyrirtækisins. Vörurnar koma frá Bandaríkjunum, Danmörku og Belgíu en ekki frá Póllandi eins og fyrrverandi starfsmaður Myllunnar staðhæfði.Yfirlýsingin er hér í heild sinni: Á undanförnum áratug eða svo hefur ör tækniþróun markað vatnaskil hér á landi í gerð brauðs og annarrar bakaravöru. Þessi athyglisverða þróun hefur gert Myllunni kleift að auka til mikilla muna framboð á nýbökuðu brauði og bakkelsi á afar hagstæðu verði, jafnvel beint úr bakaraofninum í lófa neytandans. Í grófum dráttum, þá byggir þessi þróun á þeim nýju aðferðum í framleiðslu og snöggfrystingu, sem rutt hafa sér til rúms og tryggja ferskleika vörunnar alla leið frá framleiðanda til neytenda á samkeppnishæfu verði. Fyrir vikið er aðgengi almennings að nýbökuðu bakkelsi, svo að dæmi sé tekið, ekki lengur háð því hvar framleiðandinn er staðsettur eða klukkan hvað mætt er á staðinn. Fullyrðingar þess efnis, að um síðri vöru sé að ræða en þá sem framleidd er eftir hefðbundnari aðferðum, má leggja að jöfnu við staðhæfingar þess efnis, að dagskrá sjónvarpsstöðvanna sé mismunandi, allt eftir því hvort horft sé á hana í góða gamla túpusjónvarpinu eða á flatskjá. Það gefur auga leið að sjónvarpsdagskráin er sú sama, alveg óháð því hvort gömul eða ný viðtæki eiga í hlut. Það sama á við um brauð og aðra bakaravöru, hvort heldur framleidd með nýja eða gamla laginu. Innihaldið er það sama. Gæðin eru á hinn bóginn meiri þökk sé betri tækni, á sama hátt og myndgæði flatskjásins taka gæðum túpusjónvarpsins fram. Hvað fullyrðingar varðar um upploginn uppruna vörunnar, þá er hjá Myllunni í langflestum tilvikum um eigin framleiðslu að ræða, þó að sjálft hráefnið s.s. kornið, sé vissulega að stórum hluta innflutt. Í undantekningartilvikum er þó um að ræða innflutta vöru tilbúna til baksturs og eingöngu ef sá innflutningur skilar sér í sambærilegum gæðum á lægra verði til neytenda. Á undanförnum árum hefur þetta hlutfall verið á bilinu 5-10% af heildarsölu fyrirtækisins.Að megninu til er um fyrsta flokks vöru að ræða frá Carburry‘s í Bandaríkjunum, sem er í eigu Myllunnar, auk lítilsháttar magns frá Danmörku og Belgíu. Pólsku brauðanna þekkjum við ekki til og hörmum að fyrrverandi starfsmaður Myllunnar skuli staðhæfa annað. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Myllan hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Vísis um innfluttar og snöggfrystar bökunarvörur sem seldar hafa verið í bakaríum landsins. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að „tækniþróun síðustu ára hafa markað vatnaskil hérlendis í gerð brauðs og annarrar bakaravöru" og meðal annars stuðlað að hagstæðu verði. „Í grófum dráttum, þá byggir þessi þróun á þeim nýju aðferðum í framleiðslu og snöggfrystingu, sem rutt hafa sér til rúms og tryggja ferskleika vörunnar alla leið frá framleiðanda til neytenda á samkeppnishæfu verði. Fyrir vikið er aðgengi almennings að nýbökuðu bakkelsi, svo að dæmi sé tekið, ekki lengur háð því hvar framleiðandinn er staðsettur eða klukkan hvað mætt er á staðinn," segir í yfirlýsingunni. Myllan þvertekur fyrir að síðri vöru sé að ræða, þótt innflutt sé, og líkir þessu við dagskrá sjónvarpsstöðva, sem haldi gæði sínum hvort sem á hana er horft úr gömlu sjónvarpi eða nýjum flatskjá. „Það gefur auga leið að sjónvarpsdagskráin er sú sama, alveg óháð því hvort gömul eða ný viðtæki eiga í hlut. Það sama á við um brauð og aðra bakaravöru, hvort heldur framleidd með nýja eða gamla laginu. Innihaldið er það sama. Gæðin eru á hinn bóginn meiri þökk sé betri tækni, á sama hátt og myndgæði flatskjásins taka gæðum túpusjónvarpsins fram." Hvað varðar fullyrðingar um upploginn uppruna vörunnar, þá segir Myllan að í langflestum tilvikum sé um eigin framleiðslu að ræða, þó að sjálft hráefnið, til dæmis kornið, sé vissulega að stórum hluta innflutt. Í undantekningartilvikum er þó um að ræða innflutta vöru tilbúna til baksturs. Segir í yfirlýsingunni að á undanförnum árum hafi þetta hlutfall verið á bilinu fimm til tíu prósent af heildarsölu fyrirtækisins. Vörurnar koma frá Bandaríkjunum, Danmörku og Belgíu en ekki frá Póllandi eins og fyrrverandi starfsmaður Myllunnar staðhæfði.Yfirlýsingin er hér í heild sinni: Á undanförnum áratug eða svo hefur ör tækniþróun markað vatnaskil hér á landi í gerð brauðs og annarrar bakaravöru. Þessi athyglisverða þróun hefur gert Myllunni kleift að auka til mikilla muna framboð á nýbökuðu brauði og bakkelsi á afar hagstæðu verði, jafnvel beint úr bakaraofninum í lófa neytandans. Í grófum dráttum, þá byggir þessi þróun á þeim nýju aðferðum í framleiðslu og snöggfrystingu, sem rutt hafa sér til rúms og tryggja ferskleika vörunnar alla leið frá framleiðanda til neytenda á samkeppnishæfu verði. Fyrir vikið er aðgengi almennings að nýbökuðu bakkelsi, svo að dæmi sé tekið, ekki lengur háð því hvar framleiðandinn er staðsettur eða klukkan hvað mætt er á staðinn. Fullyrðingar þess efnis, að um síðri vöru sé að ræða en þá sem framleidd er eftir hefðbundnari aðferðum, má leggja að jöfnu við staðhæfingar þess efnis, að dagskrá sjónvarpsstöðvanna sé mismunandi, allt eftir því hvort horft sé á hana í góða gamla túpusjónvarpinu eða á flatskjá. Það gefur auga leið að sjónvarpsdagskráin er sú sama, alveg óháð því hvort gömul eða ný viðtæki eiga í hlut. Það sama á við um brauð og aðra bakaravöru, hvort heldur framleidd með nýja eða gamla laginu. Innihaldið er það sama. Gæðin eru á hinn bóginn meiri þökk sé betri tækni, á sama hátt og myndgæði flatskjásins taka gæðum túpusjónvarpsins fram. Hvað fullyrðingar varðar um upploginn uppruna vörunnar, þá er hjá Myllunni í langflestum tilvikum um eigin framleiðslu að ræða, þó að sjálft hráefnið s.s. kornið, sé vissulega að stórum hluta innflutt. Í undantekningartilvikum er þó um að ræða innflutta vöru tilbúna til baksturs og eingöngu ef sá innflutningur skilar sér í sambærilegum gæðum á lægra verði til neytenda. Á undanförnum árum hefur þetta hlutfall verið á bilinu 5-10% af heildarsölu fyrirtækisins.Að megninu til er um fyrsta flokks vöru að ræða frá Carburry‘s í Bandaríkjunum, sem er í eigu Myllunnar, auk lítilsháttar magns frá Danmörku og Belgíu. Pólsku brauðanna þekkjum við ekki til og hörmum að fyrrverandi starfsmaður Myllunnar skuli staðhæfa annað.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira