Innlent

Ekkert í skilyrðum sjóðsins sem ekki er hægt að ganga að

Geir Haarde.
Geir Haarde.

Þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu rétt í þessu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að óska eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Greint hefur verið frá því að sjóðurinn leggi til tvo milljarða dollara en ekki verður að sinni sagt frá þeim efnahagslegu skilyrðum sem sjóðurinn gerir.

Það er vegna þess að samkomulagið við IMF á eftir að samþykkja hjá stjórn sjóðsins. Geir og Ingibjörg sögðu þó bæði að þau skilyrði sem um ræðir séu engan veginn þess eðlis að ekki sé hægt að ganga að þeim. Ingibjörg sagði ennfremur að þau skilyrði sem farið væri fram á væru aðgerðir af því tagi sem ríkisstjórnin hefði þurft að fara út án tillits til samstarfsins við IMF.









MYND/Pjetur
Að sögn Geirs er markmið samstarfsins við IMF að endurvekja traust á íslenska efnahagskerfinu, styrkja stöðu ríkissjóðs og íslenskt bankakerfi. Ingibjörg bætti því við að markmiðið væri að byggja upp samfélag til framtíðar sem getur búið yfir trausti á erlendum vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×