IMF mun gera ráð fyrir kostnaði vegna Bretadeilu 24. október 2008 15:14 Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fullyrðir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) mun í áætlunum sínum fyrir Ísland gera ráð fyrir útgjöldum vegna deilunnar við Breta og Hollendinga. Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við IMF um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Samstarfið felur í sér lánveitingu frá sjóðnum að jafnvirði 2 milljarða bandaríkjadala og koma 830 milljónir af þeirri fjárhæð til greiðslu við staðfestingu stjórnar sjóðsins. Steingrímur telur ámælisvert að ríkisstjórnin skuli hafa komið málum í þá stöðu að hún telji enga aðra kosti í boði en að leita á náðir IMF. ,,Ég tel mjög margt varhugavert fyrir okkur og ég er mjög hræddur við þá óbeinu tengingu sem er í deilumálin við Breta og Hollendinga þó reynt sé að gera lítið úr því." Aðspurður um hvaða óbeinu tengingu hann eigi við segir Steingrímur: ,,Það er ljóst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt áherslu á að deilumálin verði gerð upp. Það mun líka koma í ljós að sjóðurinn mun gera ráð fyrir útgjöldum vegna þeirra í sínum áætlunum fyrir Ísland." Steingrímur segir að fundur sem boðaður var með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna fyrir hádegi hafi eingöngu verið upplýsingafundur. ,,Þessi ákvörðun er ekki unnin í samráði við okkur." Sömu kynningu fékk utanríkismálanefnd Alþingis og undrast Steingrímur að engum skriflegum gögnum hafi verið dreift á fundinum þar sem nefndin sé bundin trúnaði. ,,Við höfum ekkert annað en munnlegar lýsingar á þessu ferli." Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan boðuð á fund í Ráðherrabústaðnum Núna klukkan 11:00 voru forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna boðaðir á fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Nokkur fjöldi fréttamanna er staddur fyrir utan Ráðherrabústaðnum og eftir því sem þeir komast næst hefur verið fundað þar síðan um 8:00 í morgun. Ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun. 24. október 2008 11:03 Ekkert í skilyrðum sjóðsins sem ekki er hægt að ganga að Þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu rétt í þessu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að óska eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Greint hefur verið frá því að sjóðurinn leggi til tvo milljarða dollara en ekki verður að sinni sagt frá þeim efnahagslegu skilyrðum sem sjóðurinn gerir. 24. október 2008 14:36 IMF lánið endurgreitt á árunum 2012-2015 Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir stundu svöruðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spurningum fréttamanna. Þar sagði Geir að nú væri formlega búið að óska eftir 2 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ferlið tæki hinsvegar um 10 daga og færi allt að óskum kæmu rúmar 800 milljónir bandaríkjadala strax í kjölfarið. Hann sagði að í dag hefði verið haft samband við aðra seðlabanka og hann mun sérstaklega ræða málin við norræna kollega sína á fundi í Helsinki á mánudaginn. 24. október 2008 15:12 Óskað eftir IMF aðstoð: Sjóðurinn lánar tvo milljarða dollara Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Viðræður á milli fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Unnin hefur verið ítarleg efnahagsáætlun í samráði við fulltrúa sjóðsins með það að markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika á nýju. 24. október 2008 14:24 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fullyrðir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) mun í áætlunum sínum fyrir Ísland gera ráð fyrir útgjöldum vegna deilunnar við Breta og Hollendinga. Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við IMF um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Samstarfið felur í sér lánveitingu frá sjóðnum að jafnvirði 2 milljarða bandaríkjadala og koma 830 milljónir af þeirri fjárhæð til greiðslu við staðfestingu stjórnar sjóðsins. Steingrímur telur ámælisvert að ríkisstjórnin skuli hafa komið málum í þá stöðu að hún telji enga aðra kosti í boði en að leita á náðir IMF. ,,Ég tel mjög margt varhugavert fyrir okkur og ég er mjög hræddur við þá óbeinu tengingu sem er í deilumálin við Breta og Hollendinga þó reynt sé að gera lítið úr því." Aðspurður um hvaða óbeinu tengingu hann eigi við segir Steingrímur: ,,Það er ljóst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt áherslu á að deilumálin verði gerð upp. Það mun líka koma í ljós að sjóðurinn mun gera ráð fyrir útgjöldum vegna þeirra í sínum áætlunum fyrir Ísland." Steingrímur segir að fundur sem boðaður var með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna fyrir hádegi hafi eingöngu verið upplýsingafundur. ,,Þessi ákvörðun er ekki unnin í samráði við okkur." Sömu kynningu fékk utanríkismálanefnd Alþingis og undrast Steingrímur að engum skriflegum gögnum hafi verið dreift á fundinum þar sem nefndin sé bundin trúnaði. ,,Við höfum ekkert annað en munnlegar lýsingar á þessu ferli."
Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan boðuð á fund í Ráðherrabústaðnum Núna klukkan 11:00 voru forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna boðaðir á fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Nokkur fjöldi fréttamanna er staddur fyrir utan Ráðherrabústaðnum og eftir því sem þeir komast næst hefur verið fundað þar síðan um 8:00 í morgun. Ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun. 24. október 2008 11:03 Ekkert í skilyrðum sjóðsins sem ekki er hægt að ganga að Þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu rétt í þessu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að óska eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Greint hefur verið frá því að sjóðurinn leggi til tvo milljarða dollara en ekki verður að sinni sagt frá þeim efnahagslegu skilyrðum sem sjóðurinn gerir. 24. október 2008 14:36 IMF lánið endurgreitt á árunum 2012-2015 Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir stundu svöruðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spurningum fréttamanna. Þar sagði Geir að nú væri formlega búið að óska eftir 2 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ferlið tæki hinsvegar um 10 daga og færi allt að óskum kæmu rúmar 800 milljónir bandaríkjadala strax í kjölfarið. Hann sagði að í dag hefði verið haft samband við aðra seðlabanka og hann mun sérstaklega ræða málin við norræna kollega sína á fundi í Helsinki á mánudaginn. 24. október 2008 15:12 Óskað eftir IMF aðstoð: Sjóðurinn lánar tvo milljarða dollara Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Viðræður á milli fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Unnin hefur verið ítarleg efnahagsáætlun í samráði við fulltrúa sjóðsins með það að markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika á nýju. 24. október 2008 14:24 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Stjórnarandstaðan boðuð á fund í Ráðherrabústaðnum Núna klukkan 11:00 voru forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna boðaðir á fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Nokkur fjöldi fréttamanna er staddur fyrir utan Ráðherrabústaðnum og eftir því sem þeir komast næst hefur verið fundað þar síðan um 8:00 í morgun. Ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun. 24. október 2008 11:03
Ekkert í skilyrðum sjóðsins sem ekki er hægt að ganga að Þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu rétt í þessu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að óska eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Greint hefur verið frá því að sjóðurinn leggi til tvo milljarða dollara en ekki verður að sinni sagt frá þeim efnahagslegu skilyrðum sem sjóðurinn gerir. 24. október 2008 14:36
IMF lánið endurgreitt á árunum 2012-2015 Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir stundu svöruðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spurningum fréttamanna. Þar sagði Geir að nú væri formlega búið að óska eftir 2 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ferlið tæki hinsvegar um 10 daga og færi allt að óskum kæmu rúmar 800 milljónir bandaríkjadala strax í kjölfarið. Hann sagði að í dag hefði verið haft samband við aðra seðlabanka og hann mun sérstaklega ræða málin við norræna kollega sína á fundi í Helsinki á mánudaginn. 24. október 2008 15:12
Óskað eftir IMF aðstoð: Sjóðurinn lánar tvo milljarða dollara Ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Viðræður á milli fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Unnin hefur verið ítarleg efnahagsáætlun í samráði við fulltrúa sjóðsins með það að markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika á nýju. 24. október 2008 14:24