Innlent

Bíða með ákvörðun um áfrýjun

Færeyjar
Færeyjar
Ólavur Kristoffersen, verjandi Birgis Marteinssonar, segir að ákvörðun um hvort dómnum yfir Birgi verði áfrýjað verði ekki tekin fyrr en um miðja næstu viku.

Birgir var í síðustu viku var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu í Færeyjum.

Hann var sýknaður af því að hafa tekið þátt í að skipuleggja hið umfangsmikla dópsmygl en dæmdur sekur fyrir að hafa haft um tvö kílíó af amfetamíni í vörslu sinni .

Eins og fyrr segir féll dómur í málinu í Færeyjum í síðustu viku. Málið komst upp í sumar en Birgir sat í um 170 daga í eingrun á meðan það var rannsakað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×