10-11 strákur ætlar líklega að kæra lögregluna Breki Logason skrifar 27. maí 2008 16:01 Uppákoman í 10-11 í gærkvöldi. „Við töluðum um það í gær og ætli það endi ekki með því að hann kæri," segir vinur piltsins sem staddur var ásamt nokkrum öðrum í verslun 10-11 í Grímsbæ í gærkvöldi þegar lögreglumaður tók 17 ára unglingspilt kverkataki. Vinur piltsins tók atvikið upp á myndband sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir lögregluna hafa handtekið vin sinn í kjölfarið og var hann fluttur niður á lögreglustöð, grunaður um þjófnað. Lögreglan sagðist fyrr í dag vera að skoða atvikið. „Það var starfsmaður þarna sem hélt að við værum að stela. Hann hótaði síðan að hringja á lögregluna og við sögðumst vera til í að tala við hana enda vorum við ekki að gera neitt," segir pilturinn sem vildi ekki láta nafn síns getið. Hann segir lögregluna síðan hafa mætt á svæðið og spurt vin sinn hvað hann væri með í buxnastrengnum. „Hann sagði þetta bara vera símann sinn og sagðist ekki vera að stela neinu." Skyndilega rífur lögregluþjónninn í vininn og segir honum ekki að vera með "þennan kjaft". Hægt er að sjá átökin sem þá upphófust hér. „Hann var síðan handjárnaður og fluttur í lögreglubíl niður á lögreglustöð. Hann sagði að lögreglan hefði setið ofan á maganum á sér í lögreglubílnum." Eftir stutta yfirheyrslu var honum síðan ekið aftur að 10-11 þar sem bílinn hans var. Aðspurður um ástæður handtökunar fékk pilturinn þær útskýringar að hann hefði verið grunaður um þjófnað sem ekki hefði náðst að sanna. Verslunarstjóri í versluninni sagði fyrr í dag að síðast hefði þurft að kalla til lögreglu í verslunina vegna láta í unglingum á sunnudaginn. Vinurinn segir hinsvegar að þeir félagar hafi aldrei áður verið með læti í versluninni. „Við höfum heyrt um einhverja krakka sem hafa verið að reyna að fara í slag við starfsfólkið en það vorum ekki við." Tengdar fréttir Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54 Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58 Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
„Við töluðum um það í gær og ætli það endi ekki með því að hann kæri," segir vinur piltsins sem staddur var ásamt nokkrum öðrum í verslun 10-11 í Grímsbæ í gærkvöldi þegar lögreglumaður tók 17 ára unglingspilt kverkataki. Vinur piltsins tók atvikið upp á myndband sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir lögregluna hafa handtekið vin sinn í kjölfarið og var hann fluttur niður á lögreglustöð, grunaður um þjófnað. Lögreglan sagðist fyrr í dag vera að skoða atvikið. „Það var starfsmaður þarna sem hélt að við værum að stela. Hann hótaði síðan að hringja á lögregluna og við sögðumst vera til í að tala við hana enda vorum við ekki að gera neitt," segir pilturinn sem vildi ekki láta nafn síns getið. Hann segir lögregluna síðan hafa mætt á svæðið og spurt vin sinn hvað hann væri með í buxnastrengnum. „Hann sagði þetta bara vera símann sinn og sagðist ekki vera að stela neinu." Skyndilega rífur lögregluþjónninn í vininn og segir honum ekki að vera með "þennan kjaft". Hægt er að sjá átökin sem þá upphófust hér. „Hann var síðan handjárnaður og fluttur í lögreglubíl niður á lögreglustöð. Hann sagði að lögreglan hefði setið ofan á maganum á sér í lögreglubílnum." Eftir stutta yfirheyrslu var honum síðan ekið aftur að 10-11 þar sem bílinn hans var. Aðspurður um ástæður handtökunar fékk pilturinn þær útskýringar að hann hefði verið grunaður um þjófnað sem ekki hefði náðst að sanna. Verslunarstjóri í versluninni sagði fyrr í dag að síðast hefði þurft að kalla til lögreglu í verslunina vegna láta í unglingum á sunnudaginn. Vinurinn segir hinsvegar að þeir félagar hafi aldrei áður verið með læti í versluninni. „Við höfum heyrt um einhverja krakka sem hafa verið að reyna að fara í slag við starfsfólkið en það vorum ekki við."
Tengdar fréttir Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54 Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58 Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27. maí 2008 12:54
Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27. maí 2008 12:58
Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27. maí 2008 09:28