Innlent

Fundu amfetamín og hass í bíl við umferðareftirlit

Lögreglan á Selfossi lagði hald á um tíu grömm af amfetamíni og tóbaksblandað hass í bifreið sem stöðvuð var í umferðareftirliti á páskadag.

Það var farþegi í bílnum sem reyndist með amfetamínið og var hann fluttur á lögreglustöð ásamt ökumanninum sem er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Þá komu tvö mál upp á Litla-Hrauni sem varða brot á lyfjalögum. Málin snúast um stera og töflur sem fundust í fórum tveggja fanga.

Lögreglan var auk þess með öflugt umferðareftirlit um helgina og var 21 ökumaður kærður fyrir hraðakstur og fjórir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess voru fimm ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur.

Segir í dagbók lögreglunnar að þrír þeirra hafi gefið öndunarsýni á lögreglustöð og niðurstaða þess var sú að þeir voru sviptir ökuréttindum á staðnum. Hinir tveir gátu ekki gefið öndunarsýni og því var tekið blóðsýni en bíða verður eftir niðurstöðu á rannsókn sýnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×