Tuttugu milljarða króna fjárfesting Verne Holdings 26. febrúar 2008 15:34 Verne Holdings hyggur á 20 milljarða króna fjárfestingu hér á landi í tengslum við uppbyggingu alþjóðlegs gagnavers hér á næstu fimm árum og verða óbein efnahagsleg áhrif um 40 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem í dag kynnti áform sín um uppbyggingu gagnavers á gamla varnarliðssvæðin. Eins og fram kom í hádegisfréttum Stöðvar 2 skapast yfir 100 störf við gagnaverið á næstu árum en það mun hýsa tölvubúnað, neþjóna og gagnageymslur fyrir alþjóðlega stórnotendur. Þá mun Verne holdings útvega þeim örugga aðstöðu, orku og nettengingar. Meðal viðskiptavina gagnavera eru netveitur, fjármálafyrirtæki, smásölufyrirtæki og stafræn kvikmyndaver og aðrir aðilar sem þurfa mikla reiknigetu, geymslurými fyrir gögn og öflugar nettengingar. Á blaðamannafundi í dag skrifaði Verne Holding undir samninga við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Farice leigir Verne Holding flutningsrými á Farice-1 sæstrengnum og hinum nýja Danice-streng sem á að leggja á þessu ári. Samtals mun Verne Holdings hafa aðgang að 160 gígabitum á sekúndu eða 80 gígabitum á hvorum streng. Til samanburðar nota allir landsmenn, fólk og fyrirtæki, tæpa fjóra gígabita á sekúndu nú. Verne semur við Landsvirkjun um að kaupa af því 25 megavött af rafmagni, en það er fimmtungur af því sem Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga notar. Jafnframt hefur Verne möguleika á að panta 25 megavött til viðbótar sem Landsvirkjun afgreiðir innan tilrekinna tímamarka. Enn fremur kaupir Verne tvö stálgrindarhús sem eru samtals 23 þúsund fermetrar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ásamt smærri eignum undir starfsemina. Möguleikar eru á lóðinni til að byggja tvö hús til viðbótar. Í húsin verða sett öflug kæli- og varaaflskerfi en bent er á að með notkun kalds vatns og lofts úr umhverfi megi spara verulega raforku sem annars færi til kælingar á búnaði í gagnaverinu. Nýr kafli í atvinnusögu Íslands Verne Holdings er í eigu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og bandaríska fjárfestingarsjóðsins General Catalyst Partners. Haft er eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Verne Holdings, að í verkefninu mætist hnattrænar breytingar og íslenskar kjöraðstæður. „Raforka verður sífellt dýrari beggja vegna Atlantshafsins. Netþjónusta og tölvuvinnsla byggist í æ meira mæli á öflugum gangaverum. Ábyrg fyrirtæki leita umhverfisvænni lausna. Brottför hersins af Miðnesheiði, lagning nýs sæstrengs og aðgangur að grænni orku gera okkur kleift að svara brýnni þörf. Ég held að hér sé að byrja nýr kafli í atvinnusögu Íslands," segir Vilhjálmur. Tengdar fréttir Verne Holding kynnir netþjónabú hér á landi Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem undirritaðir verða samningar félagsins Verne Holdings við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar í tengslum við rekstur netþjónabús hér á landi. 26. febrúar 2008 10:11 Á annað hundrað ný störf við netþjónabú Samningar um uppbyggingu og rekstur alþjóðlegs gagnavers á gamla Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli verða undirritaðir í dag. 26. febrúar 2008 12:12 Kannað verði hvort Seyðisfjörður sé álitlegur fyrir netþjónabú Seyðisfjörður hefur bæst í þann hóp sveitarfélaga sem Fjárfestingarstofa vill vinna með til þess að kanna möguleika á uppsetningu netþjónabúa. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 28. nóvember 2007 16:45 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Verne Holdings hyggur á 20 milljarða króna fjárfestingu hér á landi í tengslum við uppbyggingu alþjóðlegs gagnavers hér á næstu fimm árum og verða óbein efnahagsleg áhrif um 40 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem í dag kynnti áform sín um uppbyggingu gagnavers á gamla varnarliðssvæðin. Eins og fram kom í hádegisfréttum Stöðvar 2 skapast yfir 100 störf við gagnaverið á næstu árum en það mun hýsa tölvubúnað, neþjóna og gagnageymslur fyrir alþjóðlega stórnotendur. Þá mun Verne holdings útvega þeim örugga aðstöðu, orku og nettengingar. Meðal viðskiptavina gagnavera eru netveitur, fjármálafyrirtæki, smásölufyrirtæki og stafræn kvikmyndaver og aðrir aðilar sem þurfa mikla reiknigetu, geymslurými fyrir gögn og öflugar nettengingar. Á blaðamannafundi í dag skrifaði Verne Holding undir samninga við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Farice leigir Verne Holding flutningsrými á Farice-1 sæstrengnum og hinum nýja Danice-streng sem á að leggja á þessu ári. Samtals mun Verne Holdings hafa aðgang að 160 gígabitum á sekúndu eða 80 gígabitum á hvorum streng. Til samanburðar nota allir landsmenn, fólk og fyrirtæki, tæpa fjóra gígabita á sekúndu nú. Verne semur við Landsvirkjun um að kaupa af því 25 megavött af rafmagni, en það er fimmtungur af því sem Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga notar. Jafnframt hefur Verne möguleika á að panta 25 megavött til viðbótar sem Landsvirkjun afgreiðir innan tilrekinna tímamarka. Enn fremur kaupir Verne tvö stálgrindarhús sem eru samtals 23 þúsund fermetrar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ásamt smærri eignum undir starfsemina. Möguleikar eru á lóðinni til að byggja tvö hús til viðbótar. Í húsin verða sett öflug kæli- og varaaflskerfi en bent er á að með notkun kalds vatns og lofts úr umhverfi megi spara verulega raforku sem annars færi til kælingar á búnaði í gagnaverinu. Nýr kafli í atvinnusögu Íslands Verne Holdings er í eigu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og bandaríska fjárfestingarsjóðsins General Catalyst Partners. Haft er eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Verne Holdings, að í verkefninu mætist hnattrænar breytingar og íslenskar kjöraðstæður. „Raforka verður sífellt dýrari beggja vegna Atlantshafsins. Netþjónusta og tölvuvinnsla byggist í æ meira mæli á öflugum gangaverum. Ábyrg fyrirtæki leita umhverfisvænni lausna. Brottför hersins af Miðnesheiði, lagning nýs sæstrengs og aðgangur að grænni orku gera okkur kleift að svara brýnni þörf. Ég held að hér sé að byrja nýr kafli í atvinnusögu Íslands," segir Vilhjálmur.
Tengdar fréttir Verne Holding kynnir netþjónabú hér á landi Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem undirritaðir verða samningar félagsins Verne Holdings við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar í tengslum við rekstur netþjónabús hér á landi. 26. febrúar 2008 10:11 Á annað hundrað ný störf við netþjónabú Samningar um uppbyggingu og rekstur alþjóðlegs gagnavers á gamla Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli verða undirritaðir í dag. 26. febrúar 2008 12:12 Kannað verði hvort Seyðisfjörður sé álitlegur fyrir netþjónabú Seyðisfjörður hefur bæst í þann hóp sveitarfélaga sem Fjárfestingarstofa vill vinna með til þess að kanna möguleika á uppsetningu netþjónabúa. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 28. nóvember 2007 16:45 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Verne Holding kynnir netþjónabú hér á landi Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem undirritaðir verða samningar félagsins Verne Holdings við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar í tengslum við rekstur netþjónabús hér á landi. 26. febrúar 2008 10:11
Á annað hundrað ný störf við netþjónabú Samningar um uppbyggingu og rekstur alþjóðlegs gagnavers á gamla Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli verða undirritaðir í dag. 26. febrúar 2008 12:12
Kannað verði hvort Seyðisfjörður sé álitlegur fyrir netþjónabú Seyðisfjörður hefur bæst í þann hóp sveitarfélaga sem Fjárfestingarstofa vill vinna með til þess að kanna möguleika á uppsetningu netþjónabúa. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 28. nóvember 2007 16:45