Tuttugu milljarða króna fjárfesting Verne Holdings 26. febrúar 2008 15:34 Verne Holdings hyggur á 20 milljarða króna fjárfestingu hér á landi í tengslum við uppbyggingu alþjóðlegs gagnavers hér á næstu fimm árum og verða óbein efnahagsleg áhrif um 40 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem í dag kynnti áform sín um uppbyggingu gagnavers á gamla varnarliðssvæðin. Eins og fram kom í hádegisfréttum Stöðvar 2 skapast yfir 100 störf við gagnaverið á næstu árum en það mun hýsa tölvubúnað, neþjóna og gagnageymslur fyrir alþjóðlega stórnotendur. Þá mun Verne holdings útvega þeim örugga aðstöðu, orku og nettengingar. Meðal viðskiptavina gagnavera eru netveitur, fjármálafyrirtæki, smásölufyrirtæki og stafræn kvikmyndaver og aðrir aðilar sem þurfa mikla reiknigetu, geymslurými fyrir gögn og öflugar nettengingar. Á blaðamannafundi í dag skrifaði Verne Holding undir samninga við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Farice leigir Verne Holding flutningsrými á Farice-1 sæstrengnum og hinum nýja Danice-streng sem á að leggja á þessu ári. Samtals mun Verne Holdings hafa aðgang að 160 gígabitum á sekúndu eða 80 gígabitum á hvorum streng. Til samanburðar nota allir landsmenn, fólk og fyrirtæki, tæpa fjóra gígabita á sekúndu nú. Verne semur við Landsvirkjun um að kaupa af því 25 megavött af rafmagni, en það er fimmtungur af því sem Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga notar. Jafnframt hefur Verne möguleika á að panta 25 megavött til viðbótar sem Landsvirkjun afgreiðir innan tilrekinna tímamarka. Enn fremur kaupir Verne tvö stálgrindarhús sem eru samtals 23 þúsund fermetrar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ásamt smærri eignum undir starfsemina. Möguleikar eru á lóðinni til að byggja tvö hús til viðbótar. Í húsin verða sett öflug kæli- og varaaflskerfi en bent er á að með notkun kalds vatns og lofts úr umhverfi megi spara verulega raforku sem annars færi til kælingar á búnaði í gagnaverinu. Nýr kafli í atvinnusögu Íslands Verne Holdings er í eigu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og bandaríska fjárfestingarsjóðsins General Catalyst Partners. Haft er eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Verne Holdings, að í verkefninu mætist hnattrænar breytingar og íslenskar kjöraðstæður. „Raforka verður sífellt dýrari beggja vegna Atlantshafsins. Netþjónusta og tölvuvinnsla byggist í æ meira mæli á öflugum gangaverum. Ábyrg fyrirtæki leita umhverfisvænni lausna. Brottför hersins af Miðnesheiði, lagning nýs sæstrengs og aðgangur að grænni orku gera okkur kleift að svara brýnni þörf. Ég held að hér sé að byrja nýr kafli í atvinnusögu Íslands," segir Vilhjálmur. Tengdar fréttir Verne Holding kynnir netþjónabú hér á landi Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem undirritaðir verða samningar félagsins Verne Holdings við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar í tengslum við rekstur netþjónabús hér á landi. 26. febrúar 2008 10:11 Á annað hundrað ný störf við netþjónabú Samningar um uppbyggingu og rekstur alþjóðlegs gagnavers á gamla Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli verða undirritaðir í dag. 26. febrúar 2008 12:12 Kannað verði hvort Seyðisfjörður sé álitlegur fyrir netþjónabú Seyðisfjörður hefur bæst í þann hóp sveitarfélaga sem Fjárfestingarstofa vill vinna með til þess að kanna möguleika á uppsetningu netþjónabúa. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 28. nóvember 2007 16:45 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira
Verne Holdings hyggur á 20 milljarða króna fjárfestingu hér á landi í tengslum við uppbyggingu alþjóðlegs gagnavers hér á næstu fimm árum og verða óbein efnahagsleg áhrif um 40 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem í dag kynnti áform sín um uppbyggingu gagnavers á gamla varnarliðssvæðin. Eins og fram kom í hádegisfréttum Stöðvar 2 skapast yfir 100 störf við gagnaverið á næstu árum en það mun hýsa tölvubúnað, neþjóna og gagnageymslur fyrir alþjóðlega stórnotendur. Þá mun Verne holdings útvega þeim örugga aðstöðu, orku og nettengingar. Meðal viðskiptavina gagnavera eru netveitur, fjármálafyrirtæki, smásölufyrirtæki og stafræn kvikmyndaver og aðrir aðilar sem þurfa mikla reiknigetu, geymslurými fyrir gögn og öflugar nettengingar. Á blaðamannafundi í dag skrifaði Verne Holding undir samninga við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Farice leigir Verne Holding flutningsrými á Farice-1 sæstrengnum og hinum nýja Danice-streng sem á að leggja á þessu ári. Samtals mun Verne Holdings hafa aðgang að 160 gígabitum á sekúndu eða 80 gígabitum á hvorum streng. Til samanburðar nota allir landsmenn, fólk og fyrirtæki, tæpa fjóra gígabita á sekúndu nú. Verne semur við Landsvirkjun um að kaupa af því 25 megavött af rafmagni, en það er fimmtungur af því sem Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga notar. Jafnframt hefur Verne möguleika á að panta 25 megavött til viðbótar sem Landsvirkjun afgreiðir innan tilrekinna tímamarka. Enn fremur kaupir Verne tvö stálgrindarhús sem eru samtals 23 þúsund fermetrar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ásamt smærri eignum undir starfsemina. Möguleikar eru á lóðinni til að byggja tvö hús til viðbótar. Í húsin verða sett öflug kæli- og varaaflskerfi en bent er á að með notkun kalds vatns og lofts úr umhverfi megi spara verulega raforku sem annars færi til kælingar á búnaði í gagnaverinu. Nýr kafli í atvinnusögu Íslands Verne Holdings er í eigu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og bandaríska fjárfestingarsjóðsins General Catalyst Partners. Haft er eftir Vilhjálmi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Verne Holdings, að í verkefninu mætist hnattrænar breytingar og íslenskar kjöraðstæður. „Raforka verður sífellt dýrari beggja vegna Atlantshafsins. Netþjónusta og tölvuvinnsla byggist í æ meira mæli á öflugum gangaverum. Ábyrg fyrirtæki leita umhverfisvænni lausna. Brottför hersins af Miðnesheiði, lagning nýs sæstrengs og aðgangur að grænni orku gera okkur kleift að svara brýnni þörf. Ég held að hér sé að byrja nýr kafli í atvinnusögu Íslands," segir Vilhjálmur.
Tengdar fréttir Verne Holding kynnir netþjónabú hér á landi Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem undirritaðir verða samningar félagsins Verne Holdings við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar í tengslum við rekstur netþjónabús hér á landi. 26. febrúar 2008 10:11 Á annað hundrað ný störf við netþjónabú Samningar um uppbyggingu og rekstur alþjóðlegs gagnavers á gamla Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli verða undirritaðir í dag. 26. febrúar 2008 12:12 Kannað verði hvort Seyðisfjörður sé álitlegur fyrir netþjónabú Seyðisfjörður hefur bæst í þann hóp sveitarfélaga sem Fjárfestingarstofa vill vinna með til þess að kanna möguleika á uppsetningu netþjónabúa. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 28. nóvember 2007 16:45 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira
Verne Holding kynnir netþjónabú hér á landi Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem undirritaðir verða samningar félagsins Verne Holdings við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar í tengslum við rekstur netþjónabús hér á landi. 26. febrúar 2008 10:11
Á annað hundrað ný störf við netþjónabú Samningar um uppbyggingu og rekstur alþjóðlegs gagnavers á gamla Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli verða undirritaðir í dag. 26. febrúar 2008 12:12
Kannað verði hvort Seyðisfjörður sé álitlegur fyrir netþjónabú Seyðisfjörður hefur bæst í þann hóp sveitarfélaga sem Fjárfestingarstofa vill vinna með til þess að kanna möguleika á uppsetningu netþjónabúa. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 28. nóvember 2007 16:45