Viðskipti innlent

Verne Holding kynnir netþjónabú hér á landi

MYND/Vilhelm

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem undirritaðir verða samningar félagsins Verne Holdings við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar í tengslum við rekstur netþjónabús hér á landi.

Í tilkynningu kemur fram að Verne Holdings, Novator og bandaríski fjárfestingarsjóðurinn General Catalyst boði til fundarins en félögin ætla jafnframt að kynna áætlanir sínar uppbyggingu og rekstur netþjónabús.

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í nóvember að netþjónabúið yrði starfrækt á Keflavíkurflugvelli og það yrði eitt af tuttugu stærstu í heimi. Verne Holding er í eigu Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og bandaríska fjárfestingafélagsins General Catalyst.

Í fréttinni kom einnig fram að forsenda þess að hægt sé að reisa netþjónabúið væri að nýr sæstrengur yrði lagður frá landinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×