Bresk stjórnvöld segja að það sé ólíðandi að Rússar reyni að ógna starfsmönnum menningarstofnunar þeirra, British Council.
Rússneska leyniþjónustan hefur boðað rússneska starfsmenn stofnunarinnar í viðtöl. Innanríkisráðuneytið hefur jafnvel sent útsendara sína á heimili þeirra.
Í desember síðastliðnum fyrirskipuðu Rússnesk stjórnvöld að skrifstofum British Council í Sankti Pétursborg og Yekaterinburg skyldi lokað frá og með fyrsta janúar.
Bretar segja það brot á alþjóðalögum og hafa hunsað tilskipunina.
Deilan er til komin vegna morðsins á rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko, sem var myrtur í Lundúnum.
Bretar hafa nafngreint annan rússneskan leyniþjónustumann sem þeir gruna um morðið. Þegar Rússar neituðu að framselja hann ráku Bretar fjóra rússneska diplomata í landi.
Síðan hafa samskipti landanna kólnað dag frá degi. British Council rekur skrifstofur víða um heim.
Hlutverk þeirra er að kynna breska menningu. Þær standa fyrir allskonar menningarviðburðum og reka bókasöfn.