Erlent

Ítalska lögreglan ræðst gegn nígerísku mafíunni

Nígeríska mafían hefur verið að koma sér fyrir í Evrópu á undanförnum árum. Ítalska lögreglan lét til skarar skríða gegn henni í vikunni og handtók tugi nígeríska glæpamanna

Glæpagengi það sem ítalska lögreglan upprætti í aðgerð sem bar nafnið Viola eða Fjólan stundaði einkum mansal á konum og stúlkubörnum til Ítalíu og annarra Evrópulanda.

Fólkinu var smyglað til Ítalíu þar sem konurnar og börnin voru síðan seld í hendur á melludólgum og fíkniefnasölum. Í aðgerðinni voru rúmlega 50 Nígeríumenn handteknir á ítalíu og 15 í öðrum Evrópulöndum, aðallega Hollandi.

Að sögn lögreglunnar kom hluti af stúlkubörnum þeim sem glæpagengið hafði smyglað til Ítalíu frá munaðarleysingjaheimilum í Nígeríu þaðan sem þeim hafði verið rænt.

Það var mafíudeild lögreglunnar í Napolí sem hafði yfirumsjón með aðgerðinni en hún naut stuðings lögreglunnar í Hollandi. Þetta er í annað sinn sem ítalska lögreglan lætur til skarar skríða gegn nígerísku mafíunni en í október síðast liðnum voru 23 handteknir í svipaði aðgerð.

Glæpagengið á uppruna sinn að rekja til Lagos höfuðborgar Nígeríu. Þeir sem handteknir voru verða ákærðir fyrir mansal, þrælahald, mannrán og fíkniefnasölu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.