Móðir fórnarlambs hvetur til varúðar gagnvart netinu Andri Ólafsson skrifar 5. febrúar 2008 16:50 Anthony Lee Bellere Alvarleg kynferðisbrot Anthony Lee Bellere gegn þremur stúlkum á aldrinum 12- 16 ára sem framin voru á árunum 2005 til 2006 eiga það öll sameiginlegt að hafa byrjað á netinu. Anthony, sem er á fimmtugsaldri, stundaði það um langt skeið að fara um netið, finna ungar stúlkur og stofna til samskipta við þær undir því yfirskini að hann væri hinn 18 ára gamli Maggi. Anthony hefur fyrst og fremst notað msn samskipaforrritið fyrir þessa iðju. Á msn hefur hann notast við netföngin reykur1@hotmail.com, ussuss1@visir.is og ussuss4@visir.is, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms sem féll í dag. Vísir hefur heimildir fyrir því að stúlkurnar sem Anthony hafi sett sig í samband við með þessum hætti og undir þessu yfirskini sé miklu fleiri en þær þrjár sem hann var dæmdur fyrir að brjóta gegn í dag. Í gegn um msn forritið hefur Anthomy svo komist yfir símanúmer stúlkna og jafnvel heimilisföng. Í dómnum kemur fram að brot Anthony gegn stúlkunum þremur hafi verið alvarleg, skipulögð og yfirveguð. Hann hafi ýmist nauðgað þeim, misnotað eða miðsboðið. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og ákveðinn. Þess má geta að Anthony á að baki langan sakaferil. Hann hefur alls hlotið 25 refsidóma og fengið fyrir þá alls um 11 ára óskilorðsbundna fangelsisvist. Eftir að hafa unnið traust stúlknanna með reglulegum samskiptum sótti hann stíft að stúlkunum að hitta þær í eigin persónu. Í tveimur tilvikum tókst það með skelfilegum afeliðingum fyrir þær stúlkur sem um ræðir. Móðir annarar þeirra sagði í samtali við Vísi eftir að dómur féll í málinu í dag að mál líkt og þetta undirstriki hversu berskjölduð börn geti verið, jafnvel á sínu eigin heimili. Kynferðisafbrotamenn noti netið sífellt meira til að sæka að börnum og mikilvægt sé að standa vaktina vel. Hún vill brýna fyrir foreldrum að leyfa börnum ekki að vera eftirlitslausum á netinu. Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Alvarleg kynferðisbrot Anthony Lee Bellere gegn þremur stúlkum á aldrinum 12- 16 ára sem framin voru á árunum 2005 til 2006 eiga það öll sameiginlegt að hafa byrjað á netinu. Anthony, sem er á fimmtugsaldri, stundaði það um langt skeið að fara um netið, finna ungar stúlkur og stofna til samskipta við þær undir því yfirskini að hann væri hinn 18 ára gamli Maggi. Anthony hefur fyrst og fremst notað msn samskipaforrritið fyrir þessa iðju. Á msn hefur hann notast við netföngin reykur1@hotmail.com, ussuss1@visir.is og ussuss4@visir.is, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms sem féll í dag. Vísir hefur heimildir fyrir því að stúlkurnar sem Anthony hafi sett sig í samband við með þessum hætti og undir þessu yfirskini sé miklu fleiri en þær þrjár sem hann var dæmdur fyrir að brjóta gegn í dag. Í gegn um msn forritið hefur Anthomy svo komist yfir símanúmer stúlkna og jafnvel heimilisföng. Í dómnum kemur fram að brot Anthony gegn stúlkunum þremur hafi verið alvarleg, skipulögð og yfirveguð. Hann hafi ýmist nauðgað þeim, misnotað eða miðsboðið. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og ákveðinn. Þess má geta að Anthony á að baki langan sakaferil. Hann hefur alls hlotið 25 refsidóma og fengið fyrir þá alls um 11 ára óskilorðsbundna fangelsisvist. Eftir að hafa unnið traust stúlknanna með reglulegum samskiptum sótti hann stíft að stúlkunum að hitta þær í eigin persónu. Í tveimur tilvikum tókst það með skelfilegum afeliðingum fyrir þær stúlkur sem um ræðir. Móðir annarar þeirra sagði í samtali við Vísi eftir að dómur féll í málinu í dag að mál líkt og þetta undirstriki hversu berskjölduð börn geti verið, jafnvel á sínu eigin heimili. Kynferðisafbrotamenn noti netið sífellt meira til að sæka að börnum og mikilvægt sé að standa vaktina vel. Hún vill brýna fyrir foreldrum að leyfa börnum ekki að vera eftirlitslausum á netinu.
Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira