Erlent

Leggja ofurkapp á að koma rafveitum í gang í Kína

Stjórnvöld í Kína leggja nú ofurkapp á að koma rafveitu í gang á ný.

Snjóþyngsli hafa orðið þess valdandi að raflínur hafa fallið og raforkuver bilað. Um 130 þúsund viðgerðarmenn eru að störfum við að koma rafveitum í gang á ný og þegar hafa ellefu rafvirkjar látið lífið í vinnuslysum.

Nokkrar borgir hafa verið án rafmagns í meira en viku, ein í tólf daga. Fram undan eru hátíðahöld vegna kínverska nýársins. Stjórnvöld ætla að gera það sem þau geta til að koma rafmagni til fólks fyrir fimmtudaginn þegar kínverska nýárið gengur í garð með viðeigandi hátíðahöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×