Innlent

Bruni í sumarhúsi í Ásgarðslandi

Slökkviliði og lögreglu á Selfossi var fyrr í kvöld tilkynnt um eld í Ásgarðslandi sem er sumarbústaðahverfi í nágrenni Selfoss. Að minnsta kosti tveir bílar frá slökkviliðinu fóru á staðinn. Eldurinn kom upp í sumarhúsi sem er í byggingu. Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum og nú er verið að reykræsta húsið.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×