Hætta á borgarastyrjöld í Líbanon Guðjón Helgason skrifar 9. maí 2008 18:30 Hætta er á að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Hizbollah-skæruliðar hafa lagt undir sig megnið af höfuðborginni Beirút. Líbanar hafa verið forsetalausir frá 23. nóvember í fyrra. Ríkisstjórnin og stjórnarandstöðuþingmenn Hizbollah-samtakanna hafa ekki getað komið sér saman um hver eigi að gegna embættinu. Til átaka kom á götum úti í höfuðborginni milli Hizbollah liða og stuðningsmanna stjórnvalda á miðvikudaginn þegar yfirvöld lýstu því yfir að síma- og sjónvarpsþjónustu samtakanna væri ógn við öryggi í landinu. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði það jafngilda stríðsyfirlýsingu. Hizbollah liðar svöruðu með því að hertaka sjónvarpsstöð í eigu bandamanna ríkisstjórnarinnar og skrúfa fyrir útsendingar. Þeir lögðu einnig elda að höfuðstöðvum dagblaðs í eigu þeirra sömu. 11 hið minnsta hafa fallið, aðallega almennir borgarar. Tugir hafa særst. Í morgun var svo ljóst að Hizbollah liðar hefðu völdin í nær allri Beirútborg sem þeir hafa síðan lokað með vegatálmum. Ráðamenn í Líbanon segja þetta valdarán sem miði að því hleypa Sýrlendingum eftur inn í landið. Ráðamenn í Damaskus kölluðu herlið sitt heim frá Líbanon 2005 og hafa ætíð neitað því að þeir hafi haft eða reyni að hafa áhrif á stjón mála í landinu. Borgarastyrjöld geisaði síðast í Líbanon á árunum 1975 til 1990. Sýrlendingar og Ísraelar drógust inn í þau átök sem kostuðu fjölmörg mannslíf. Herinn hefur enn ekki blandast í átökin nú og verði svo áfram gæti það komið í veg fyrir aðra borgarastyrjöld. Erlent Fréttir Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Hætta er á að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Hizbollah-skæruliðar hafa lagt undir sig megnið af höfuðborginni Beirút. Líbanar hafa verið forsetalausir frá 23. nóvember í fyrra. Ríkisstjórnin og stjórnarandstöðuþingmenn Hizbollah-samtakanna hafa ekki getað komið sér saman um hver eigi að gegna embættinu. Til átaka kom á götum úti í höfuðborginni milli Hizbollah liða og stuðningsmanna stjórnvalda á miðvikudaginn þegar yfirvöld lýstu því yfir að síma- og sjónvarpsþjónustu samtakanna væri ógn við öryggi í landinu. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði það jafngilda stríðsyfirlýsingu. Hizbollah liðar svöruðu með því að hertaka sjónvarpsstöð í eigu bandamanna ríkisstjórnarinnar og skrúfa fyrir útsendingar. Þeir lögðu einnig elda að höfuðstöðvum dagblaðs í eigu þeirra sömu. 11 hið minnsta hafa fallið, aðallega almennir borgarar. Tugir hafa særst. Í morgun var svo ljóst að Hizbollah liðar hefðu völdin í nær allri Beirútborg sem þeir hafa síðan lokað með vegatálmum. Ráðamenn í Líbanon segja þetta valdarán sem miði að því hleypa Sýrlendingum eftur inn í landið. Ráðamenn í Damaskus kölluðu herlið sitt heim frá Líbanon 2005 og hafa ætíð neitað því að þeir hafi haft eða reyni að hafa áhrif á stjón mála í landinu. Borgarastyrjöld geisaði síðast í Líbanon á árunum 1975 til 1990. Sýrlendingar og Ísraelar drógust inn í þau átök sem kostuðu fjölmörg mannslíf. Herinn hefur enn ekki blandast í átökin nú og verði svo áfram gæti það komið í veg fyrir aðra borgarastyrjöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira