Hætta á borgarastyrjöld í Líbanon Guðjón Helgason skrifar 9. maí 2008 18:30 Hætta er á að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Hizbollah-skæruliðar hafa lagt undir sig megnið af höfuðborginni Beirút. Líbanar hafa verið forsetalausir frá 23. nóvember í fyrra. Ríkisstjórnin og stjórnarandstöðuþingmenn Hizbollah-samtakanna hafa ekki getað komið sér saman um hver eigi að gegna embættinu. Til átaka kom á götum úti í höfuðborginni milli Hizbollah liða og stuðningsmanna stjórnvalda á miðvikudaginn þegar yfirvöld lýstu því yfir að síma- og sjónvarpsþjónustu samtakanna væri ógn við öryggi í landinu. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði það jafngilda stríðsyfirlýsingu. Hizbollah liðar svöruðu með því að hertaka sjónvarpsstöð í eigu bandamanna ríkisstjórnarinnar og skrúfa fyrir útsendingar. Þeir lögðu einnig elda að höfuðstöðvum dagblaðs í eigu þeirra sömu. 11 hið minnsta hafa fallið, aðallega almennir borgarar. Tugir hafa særst. Í morgun var svo ljóst að Hizbollah liðar hefðu völdin í nær allri Beirútborg sem þeir hafa síðan lokað með vegatálmum. Ráðamenn í Líbanon segja þetta valdarán sem miði að því hleypa Sýrlendingum eftur inn í landið. Ráðamenn í Damaskus kölluðu herlið sitt heim frá Líbanon 2005 og hafa ætíð neitað því að þeir hafi haft eða reyni að hafa áhrif á stjón mála í landinu. Borgarastyrjöld geisaði síðast í Líbanon á árunum 1975 til 1990. Sýrlendingar og Ísraelar drógust inn í þau átök sem kostuðu fjölmörg mannslíf. Herinn hefur enn ekki blandast í átökin nú og verði svo áfram gæti það komið í veg fyrir aðra borgarastyrjöld. Erlent Fréttir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Hætta er á að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Hizbollah-skæruliðar hafa lagt undir sig megnið af höfuðborginni Beirút. Líbanar hafa verið forsetalausir frá 23. nóvember í fyrra. Ríkisstjórnin og stjórnarandstöðuþingmenn Hizbollah-samtakanna hafa ekki getað komið sér saman um hver eigi að gegna embættinu. Til átaka kom á götum úti í höfuðborginni milli Hizbollah liða og stuðningsmanna stjórnvalda á miðvikudaginn þegar yfirvöld lýstu því yfir að síma- og sjónvarpsþjónustu samtakanna væri ógn við öryggi í landinu. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði það jafngilda stríðsyfirlýsingu. Hizbollah liðar svöruðu með því að hertaka sjónvarpsstöð í eigu bandamanna ríkisstjórnarinnar og skrúfa fyrir útsendingar. Þeir lögðu einnig elda að höfuðstöðvum dagblaðs í eigu þeirra sömu. 11 hið minnsta hafa fallið, aðallega almennir borgarar. Tugir hafa særst. Í morgun var svo ljóst að Hizbollah liðar hefðu völdin í nær allri Beirútborg sem þeir hafa síðan lokað með vegatálmum. Ráðamenn í Líbanon segja þetta valdarán sem miði að því hleypa Sýrlendingum eftur inn í landið. Ráðamenn í Damaskus kölluðu herlið sitt heim frá Líbanon 2005 og hafa ætíð neitað því að þeir hafi haft eða reyni að hafa áhrif á stjón mála í landinu. Borgarastyrjöld geisaði síðast í Líbanon á árunum 1975 til 1990. Sýrlendingar og Ísraelar drógust inn í þau átök sem kostuðu fjölmörg mannslíf. Herinn hefur enn ekki blandast í átökin nú og verði svo áfram gæti það komið í veg fyrir aðra borgarastyrjöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira