Hannes reifst aftur við þjálfara sinn á æfingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2008 09:38 Hannes Þ. Sigurðsson. Annan daginn í röð sló í brýnu milli Hannesar Þ. Sigurðssonar og Uwe Rösler, hins þýska þjálfara Viking frá Stafangri í Noregi. Á miðvikudaginn gekk Hannes út af æfingu liðsins eftir orðaskipti við Rösler og í gær rifust þeir aftur. Leikmenn skiptu sér í tvö lið á æfingunni og vildi Hannes fá aukaspyrnu eftir viðskipti sín við Gojko Ivkovic. Hannes lét Rösler heyra það sem svaraði í sömu mynt. „Ef þú ætlar að láta svona og vera í fýlu máttu bara hypja þig," sagði Rösler við Hannes. „Þú sást vel hvað gerðist. Af hverju kemurðu svona fram við mig?" svaraði Hannes um hæl. Fimm mínútum síðar tóku leikmenn sér hlé frá æfingunni og gekk þá Hannes aftur upp að Rösler. Þeim samskiptum lauk með því að Hannes gekk í burtu og hristi hausinn. Hannes og Rösler skiptust svo áfram á skotum á meðan æfingunni stóð. „Það er svo augljóst hvað þér gengur til. Alveg óskiljanlegt!" sagði Hannes. „Hugsaðu bara um sjálfan þig," svaraði Rösler. Í lok æfingarinnar tóku leikmenn þátt í léttu skokki en Hannes hætti því fljótlega. „Af hverju ertu ekki að skokka með hinum?" spurði Rösler. „Ég er með verki í lærinu," sagði Hannes. „Komdu hingað! Þú skalt fá að skokka einn. Núna! Hinir mega fara. Þeir líka," sagði Rösler og átti þá við þá fjölmiðlamenn sem voru viðstaddir á æfingunni. Rösler vildi ekki gera mikið úr þessu í samtali við fjölmiðlamenn eftir æfinguna. „Það er æskilegt að hafa smá hita í mönnum á vellinum. Við þurfum á slíku að halda þegar tímabilið byrjar." Rösler sagði enn fremur að það væru engin vandræði í samskiptum hans og Hannesar. Sagði að hann væri leikmaður liðsins og væri áfram með samning hjá félaginu. Hannes sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann vildi fara frá Viking og þá helst til Svíþjóðar en GIF Sundsvall hefur átt í viðræðum við Viking um kaup á Hannesi. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Annan daginn í röð sló í brýnu milli Hannesar Þ. Sigurðssonar og Uwe Rösler, hins þýska þjálfara Viking frá Stafangri í Noregi. Á miðvikudaginn gekk Hannes út af æfingu liðsins eftir orðaskipti við Rösler og í gær rifust þeir aftur. Leikmenn skiptu sér í tvö lið á æfingunni og vildi Hannes fá aukaspyrnu eftir viðskipti sín við Gojko Ivkovic. Hannes lét Rösler heyra það sem svaraði í sömu mynt. „Ef þú ætlar að láta svona og vera í fýlu máttu bara hypja þig," sagði Rösler við Hannes. „Þú sást vel hvað gerðist. Af hverju kemurðu svona fram við mig?" svaraði Hannes um hæl. Fimm mínútum síðar tóku leikmenn sér hlé frá æfingunni og gekk þá Hannes aftur upp að Rösler. Þeim samskiptum lauk með því að Hannes gekk í burtu og hristi hausinn. Hannes og Rösler skiptust svo áfram á skotum á meðan æfingunni stóð. „Það er svo augljóst hvað þér gengur til. Alveg óskiljanlegt!" sagði Hannes. „Hugsaðu bara um sjálfan þig," svaraði Rösler. Í lok æfingarinnar tóku leikmenn þátt í léttu skokki en Hannes hætti því fljótlega. „Af hverju ertu ekki að skokka með hinum?" spurði Rösler. „Ég er með verki í lærinu," sagði Hannes. „Komdu hingað! Þú skalt fá að skokka einn. Núna! Hinir mega fara. Þeir líka," sagði Rösler og átti þá við þá fjölmiðlamenn sem voru viðstaddir á æfingunni. Rösler vildi ekki gera mikið úr þessu í samtali við fjölmiðlamenn eftir æfinguna. „Það er æskilegt að hafa smá hita í mönnum á vellinum. Við þurfum á slíku að halda þegar tímabilið byrjar." Rösler sagði enn fremur að það væru engin vandræði í samskiptum hans og Hannesar. Sagði að hann væri leikmaður liðsins og væri áfram með samning hjá félaginu. Hannes sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann vildi fara frá Viking og þá helst til Svíþjóðar en GIF Sundsvall hefur átt í viðræðum við Viking um kaup á Hannesi.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira