Erlent

McCain talinn nær öruggur um útnefningu Repúblikana

Hver áhrifamaðurinn á fætur öðrum innan Repúblikanaflokksins lýsir nú yfir stuðningi við John McCain sem forsetaefni flokksins. Allar líkur eru á að hann tryggi sér útnefningu flokksins eftir forkosningarnar í 22 ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag.

Nú hefur Rick Perry ríkisstjóri í Texas lýst yfir stuðningi við McCain sem og fregnir hafa borist um að Nancy Reagan fyrrum forsetafrú sé einnig í stuðingsliði McCain. Þau bætast í hóp áhirfamikilla einstaklinga á borð við Arnold Schwarzenegger ríkisstjóra í Kaliforníu og Rudy Guiliani fyrrum borgarstjóra í New York.

Samhliða þessu sýna tvær nýjar skoðannakannanir nú að McCain myndi sigra hvort heldur er Barak Obama eða Hillary Clinton í komandi forsetakosningum.

Þeirri spurningu hefur verið varpað fram afhverju í ósköpunum fólk vilji kjósa McCain sem forseta þar sem hann er orðinn 71 árs gamall, hefur þurft að fara þrisvar í meðferð við húðkrabbameini og innsti kjarninn í Repúblikanaflokkunum hatar McCain eins og pestina vegna frjálslyndra skoðanna hans.

Aðeins einn hefur gert aldur McCain að umtalsefni en það er hasarmyndahetjan Chuck Norris sem er einn ákafasti stuðningsmaður Mike Huckabee. Og hvað innsta kjarna Repúblikanaflokksins varðar er ljóst að almenningur vill nú fá gott frí frá George Bush og klíkunni í kringum hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×