Innlent

Hannes Smárason: Of geyst farið í útrásinni

Hannes Smárason segist ætla að leggja allt sitt fé í að byggja upp íslenskt samfélag að nýju. Of geyst hafi verið farið í útrásinni en auðvelt sé að gagnrýna það sem aflaga fór eftirá.

Lítið hefur farið fyrir Hannesi Smárasyni undanfarna mánuði en eins og alþjóð veit var hann í fararbroddi útrásarinnar sem reynst hefur Íslendingum svo dýrkeypt.

Hannes hefur dvalið í London undanfarna mánuði en hann kom til Íslands á laugardaginn. Í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag sagðist Hannes skilja reiði Íslendinga í garð íslensku auðmannanna sem stýrðu útrásinni.

Hannes segist hins vegar ekki geta talist auðmaður í dag. Hann segir að allar eignir sínar séu undir í uppbygginu íslensks atvinnulífs og hann muni taka þátt í henni eins og aðrir.

Varðandi það sem aflaga fór, til að mynda í rekstri FL Group sem Hannes stýrði, segir Hannes að það sé auðvelt að vera vitur eftirá.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×