Skera upp herör gegn ferðamannavörðum 21. september 2008 20:44 Ari Arnórsson, Rakel Jónsdóttir og Þórunn Daðadóttir við eina vörðuna. MYND/Stefán Helgi Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. „Þetta er mikilvæg aðgerð sem miðar að því að vekja athygli á einu versta náttúrusóðavandamáli síðari ára," segir Ari Arnórsson leiðsögumaður sem stóð fyrir vörtuhreinsun (vörðuhreinsun) meðfram Krýsuvíkurvegi. Ragnheiður Björnsdóttir, fromaður Félags leiðsögumanna segir um gott framtak að ræða. Leiðsögumennirnir Ari Arnórsson, Rakel Jónsdóttir, Stefán Helgi Valsson og Þórunn Daðadóttir um Krýsuvíkurveg í þeim tilgangi að snúa við því sem þau kalla varhugaverða þróun í ferðamennsku á Íslandi. Hópurinn jafnaði 1200 vörtur við jörðu, langflestar við Borgarhól á Krýsuvíkurvegi. Stærsta vartan var 1,5 metri á hæð. „Vörturnar eru miklu meira og stærra vandamál í náttúru Íslands heldur en skógarhögg í leyfisleysi, rusl, hávaði og varðeldar," segir Ari sem hyggst standa fyrir vörtuhreinsun í fleiri landshlutum. „Vörtur hlaðnar af ferðamönnum á ferðamannastöðum eru lýti í náttúrunni. Fyrir mér eru vörður í náttúrunni samskonar lýti og graff í borginni," segir Stefán. „Vörtur eru og hafa verið vandamál á ýmsum ferðamannastöðum víðsvegar um landið um langt skeið og of lítið að gert til að stemma stigu við þeim. Hins vegar trúi ég því að fagmenntaðir leiðsögumenn og fagmenntaðir landverðir upp til hópa fordæmi vörður ferðamanna og taki virka afstöðu með náttúrunni. Það er verðugt umhugsunarefni að ferðamenn hlaða vörður á ýmsum vinsælum ferðamannastöðum í meira mæli en áður. Einkum er umhugsunarefni að vörður ná að skjóta rótum í Skaftafelli sem varð hluti Vatnajökulsþjóðgarðs 8. júní sl." Ari sparkar niður einni vörtunni. „Í mínum huga eru ferðamannavörtur eins og krabbamein, þegar það er byrjað heldur það bara áfram," segir Rakel Jónsdóttir. „Ég tók þátt í þessu þarfa náttúruverndarátaki vegna þess að mér þykir vænt um náttúruna eins og hún er og vil stuðla að góðri umgengni ferðamanna," segir Þórunn, eini þátttakandinn í ferðinni á föstudag sem ekki er fagmenntaður leiðsögumaður. Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna, fagnar framtaki Ara. „Það er sjálfsagt að vekja athygli á þessu vaxandi vandamáli. Mér finnst óþarfi að hlaða vörðum út um allar trissur. Reyndar finnst mér vörður eiga rétt á sér á sumum stöðum, eins og til dæmis landamerki og leiðarvísar, en alls ekki hvar sem er. Vörðuvandamálið er að sumu leyti af sama meiði og þegar ferðamenn kasta smápeningum í gjár og hveri. Hvort tveggja finnst mér mikið líti í náttúru Íslands." Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. „Þetta er mikilvæg aðgerð sem miðar að því að vekja athygli á einu versta náttúrusóðavandamáli síðari ára," segir Ari Arnórsson leiðsögumaður sem stóð fyrir vörtuhreinsun (vörðuhreinsun) meðfram Krýsuvíkurvegi. Ragnheiður Björnsdóttir, fromaður Félags leiðsögumanna segir um gott framtak að ræða. Leiðsögumennirnir Ari Arnórsson, Rakel Jónsdóttir, Stefán Helgi Valsson og Þórunn Daðadóttir um Krýsuvíkurveg í þeim tilgangi að snúa við því sem þau kalla varhugaverða þróun í ferðamennsku á Íslandi. Hópurinn jafnaði 1200 vörtur við jörðu, langflestar við Borgarhól á Krýsuvíkurvegi. Stærsta vartan var 1,5 metri á hæð. „Vörturnar eru miklu meira og stærra vandamál í náttúru Íslands heldur en skógarhögg í leyfisleysi, rusl, hávaði og varðeldar," segir Ari sem hyggst standa fyrir vörtuhreinsun í fleiri landshlutum. „Vörtur hlaðnar af ferðamönnum á ferðamannastöðum eru lýti í náttúrunni. Fyrir mér eru vörður í náttúrunni samskonar lýti og graff í borginni," segir Stefán. „Vörtur eru og hafa verið vandamál á ýmsum ferðamannastöðum víðsvegar um landið um langt skeið og of lítið að gert til að stemma stigu við þeim. Hins vegar trúi ég því að fagmenntaðir leiðsögumenn og fagmenntaðir landverðir upp til hópa fordæmi vörður ferðamanna og taki virka afstöðu með náttúrunni. Það er verðugt umhugsunarefni að ferðamenn hlaða vörður á ýmsum vinsælum ferðamannastöðum í meira mæli en áður. Einkum er umhugsunarefni að vörður ná að skjóta rótum í Skaftafelli sem varð hluti Vatnajökulsþjóðgarðs 8. júní sl." Ari sparkar niður einni vörtunni. „Í mínum huga eru ferðamannavörtur eins og krabbamein, þegar það er byrjað heldur það bara áfram," segir Rakel Jónsdóttir. „Ég tók þátt í þessu þarfa náttúruverndarátaki vegna þess að mér þykir vænt um náttúruna eins og hún er og vil stuðla að góðri umgengni ferðamanna," segir Þórunn, eini þátttakandinn í ferðinni á föstudag sem ekki er fagmenntaður leiðsögumaður. Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna, fagnar framtaki Ara. „Það er sjálfsagt að vekja athygli á þessu vaxandi vandamáli. Mér finnst óþarfi að hlaða vörðum út um allar trissur. Reyndar finnst mér vörður eiga rétt á sér á sumum stöðum, eins og til dæmis landamerki og leiðarvísar, en alls ekki hvar sem er. Vörðuvandamálið er að sumu leyti af sama meiði og þegar ferðamenn kasta smápeningum í gjár og hveri. Hvort tveggja finnst mér mikið líti í náttúru Íslands."
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira