Ford verksmiðjurnar kynntu nýjan smábíl á Norður-Ameríku bílasýningunni í Detroit. Hann er á stærð við Ford Fiesta. Bíllinn er hannaður í Evrópu en ætlaður til sölu um allan heim.
Hann hefur fengið nafnið Verve og verður framleiddur í margskonar útgáfum. Fjögurra dyra útgáfan á meðfylgjandi mynd er ætluð fyrir Bandaríkjamarkað.
Bíllinn er talsvert sportlegur. Minnir dálítið á smábílaútgáfu af Aston Martin. Ætlunin er líka að framleiða tveggja dyra útgáfu með röskri vél sem talið er að muni höfða til yngri kaupenda.