Innlent

Félagar í VR blessa samning við SA

Gunnar Páll Pálsson er formaður VR.
Gunnar Páll Pálsson er formaður VR. MYND/GVA

Kjarasamningur VR og Samtaka atvinnulífsins var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag. Fram kemur á vef VR að tæp 13 prósent af tæplega 20 þúsund félagsmönnum á kjörskrá hafi greitt atkvæði.

Rúmlega 72 prósent samþykktu samninginn en fjórðungur hafnaði honum og um tvö prósent tóku ekki afstöðu. Aðildarfélög Alþýðusambands Íslands hafa hvert af öðru samþykkt samninginn í dag og í gær og þá hafa aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins einnig lagt blessun sína yfir hann. Samningurinn var gerður þann 17. febrúar síðastliðinn og gildir frá 1. febrúar í ár til 30. nóvember 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×