Egyskir hermenn lokuðu í dag síðasta gatinu í landamæramúrnum við Gaza. Hamas-liðar, sem sprengdu op í múrinn fyrir ellefu dögum, stóðu nú við landamærin og bönnuðu Palestínumönnum að fara yfir til Egyptalands.
Egypskir lögreglumenn gengu um götur bæja nálægt landamærunum og söfnuðu saman Palestínumönnum sem þar voru og sendu þá aftur til síns heima. Óljóst er hvort Palestínumenn fá að sækja sér lífsnauðsynjar áfram yfir til Egyptalands eða hvort Gazasvæðið verður nú einangrað á ný.