Erlent

Forsetakosningar í Serbíu í dag

Boris Tadic núverandi forseti greiðir atkvæði í kosningunum í morgun.
Boris Tadic núverandi forseti greiðir atkvæði í kosningunum í morgun. MYND/AFP

Serbar velja sér forseta í almennum kosningum í dag. Valið stendur á milli núverandi forseta, Boris Tadic, og frambjóðanda þjóðernissinna, Tomislav Nikolic. Tadic er hlynntur nánari samvinnu við Evrópusambandið en Nikolic lítur í austur, og vill aukið samstarf við Rússa.

Báðir standa harðir gegn því að Kosovo fái sjálfstæði, en búist er við að yfirvofandi sjálfstæðisyfirlýsing Kosovo sé vatn á millu Nikolic. Tadic segir að Nikolic muni sem forseti færa landið aftur til Milosevic áranna, þegar Serbía var útskúfuð úr samfélagi þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×