Erlent

Egyptar loka landamærum við Gaza

Palestínskar konur mótmæla lokun landamæranna.
Palestínskar konur mótmæla lokun landamæranna. MYND/AFP

Egypskir hermenn hófu í morgun vinnu við að loka landamærunum við Gaza ströndina. Hamas-liðar, sem ráða lögum og lofum í Gaza, sprengdu gat á landamæramúrinn fyrir ellefu dögum. Nú standa menn samtakanna við opið og meina fólki að fara yfir til Egyptalands.

Með opnun landamæranna var þeirri herkví sem Ísraelar settu strandlengjuna í aflétt. Ekki er ljóst hversu opin landamærin verða í framtíðinni eða hverjir munu fara með stjórn þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×