Innlent

Enn engar upplýsingar um tildrög sprengingar

MYND/Stefán

Sex unglingar liggja enn á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæsludeild Landsspítalans, eftir sprengingu sem varð í vinnuskúr borgarinnar í svonefndum Grundargerðisgarði í smáíbúðahverfinu í Reykjavík í gærkvöldi.

Skelfing greip um sig meðal unglinga sem voru á vettvangi og voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til að hafa uppi á þeim. Að minnsta kosti tveir fundust brenndir langt frá vettvangi og var komið á sjúkrahús. Þá var sálræn aðstoð veitt í Bústaðakirkju og leituðu nokkrir þangað.

Þrátt fykrir að þetta hafi gerst á níunda tímanum í gærkvöldi er engar nánari upplýsingar að fá hjá lögreglu um tildrög sprengingarinnar né hvaða eldfim efni voru geymd í skúrnum en íbúar í grenndinni líkja þessu við gassprengingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×