Innlent

Veltur allt á Vilhjálmi

Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson er enn borgarstjóraefni sjálfstæðismanna í Reykjavík. Fari svo að hann ákveði að taka sæti borgarstjóra munu aðrir borgarfulltrúar virða þá ákvörðun. Vilhjálmur hefur hins vegar ekki gefið það út hvort hann sækist enn eftir embættinu.

Heimildir Vísis herma að það velti því á Vilhjálmi sjálfum hver verður næsti borgarstjóri. Þau Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson hafa öll lýst því yfir að þau sækist eftir starfinu en það mun vera að því gefnu að Vilhjálmur víki. Í gær sendu aðal- og varaborgarfulltrúar flokksins frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir óskoruðum stuðningi við Vilhjálm.

Þangað til annað kemur í ljós er staðan því óbreytt og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson mun taka við af Ólafi Friðriki Magnússyni borgarstjóra eftir rúmt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×