Innlent

Ingibjörg Sólrún og viðskiptasendinefnd til Barbados

MYND/GVA

Utanríkisráðherra heimsækir Barbados í Karíbahafi í lok næsta mánaðar og með í för verður viðskiptasendinefnd á vegum Útflutningsráð Íslands.

Markmið ferðar ráðherra er meðal annars að eiga viðræður við ráðamenn Karíbahafsríkja um samstarf og þróunarsamvinnu Íslands á svæðinu. Til viðræðna verður boðið fulltrúum frá 16 ríkjum og áhersla lögð á þátttöku þeirra sem hafa með sjávarútvegs-, orku- eða jafnréttismál að gera, eins og segir í tilkynningu Útflutningsráðs.

Ráðið hefur einnig ákveðið að starfsmaður á þess vegum verði staðsettur á svæðinu í nokkra mánuði og mun hann aðstoða fyrirtæki við að fylgja eftir þeim samningum sem nást og viðhalda tengslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×