Innlent

Árni Friðriksson finnur þéttar loðnulóðningar

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur fundið þéttar loðnulóðningar um 36 km undan Hjörleifshöfða vestan við Meðallandsbugtina. Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur sem er um borð í Árna segir að þessar lóðningar séu þriggja mílna langar en síðan virðist koma eyða í þær í austurátt.

"Við erum núna að færa okkur austur eftir enda hafa loðnuskip tilkynnt í morgun um loðnulóðningar við Skaftárósa," segir Sveinn Sveinbjörnsson í samtali við Vísi.

Aðspurður um hvort loðnan sé í það miklu magni að hægt verði að halda veiðum áfram segir Sveinn að alltof snemmt sé að segja til um slíkt. "Við þurfum að kanna þetta svæði í nokkra daga í viðbót til að sjá hvort hægt verði að leyfa veiðar á ný," segir Sveinn. "Og samkvæmt veðurspá erum við að fá á okkur skítaveður þannig að gæti tafið rannsóknir okkar."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×