Innlent

Mátti ekki birta niðurstöður áburðareftirlits á heimasíðu

MYND/GVA

Matvælastofnun, sem áður hét Lanbúnaðarstofnun, hafði ekki lagaheimild til að birta niðurstöður í áburðareftirliti sínu. Þetta er niðurstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem fjallaði um stjórnsýslukæru vegna málsins.

Það var Áburðarverksmiðjan sem kærði þá ákvörðun Matvælastofnunar að birta niðurstöðu áburðareftirlits á heimasíðu sinni til ráðuneytisins. Ráðuneytið komst að því að sú ákvörðun ætti sér ekki stoð í lögum og jafnframt væri stofnuninni óheimilt að birta niðurstöður eftirlits hjá öðrum fyrirtækjum þó svo samþykki þeirra lægi fyrir.

Fram kemur á vef Matvælastofnunar að ráðuneytið bendi enn fremur á þau úrræði sem stofnunin hafi samkvæmt lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Þau eru meðal annars að stöðva dreifingu og sölu áburðar komi í ljós að hann uppfyllir ekki vörulýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×