Innlent

Árni fundaði með pólskum Keflvíkingum

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, fundaði í gær með pólskum íbúum bæjarins. Um 60 manns mættu á fundinn sem haldinn var í bíósal Duushúsa. Árni kynnti fólkinu helstu áherslur bæjarins í mennta- atvinnu- og umhverfismálum auk þess sem verkefnið Interculture Reykjanes var kynnt.

Á heimasíðu Reykjanesbæjar segir að Árni hafi í lok fundar tekið við ábendingum frá fundarmönnum um það sem betur mætti fara í bænum og komur fram ýmsar góðar ábendingar og fyrirspurnir. Þær snéru meðal annars að internetaðgangi, betri aðgangi að stéttarfélögum, umferðaröryggi og fleiru.

Stefnt er að því að gera fundinn að árlegum viðburði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×