Innlent

Fara fram á gæsluvarðhald yfir grunuðum árásarmanni

Lögregla hyggst fara fram á að Tomasz Jagiela, Pólverjinn sem eftirlýstur var vegna árásar í Keilufelli á laugardag og gaf sig fram í morgun, verði úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Jagiela er 28 ára gamall og er grunaður um að hafa ásamt nokkrum öðrum farið inn í hús í Keilufelli og misþyrmt þar hópi Pólverja með ýmsum bareflum um helgina. Eftir að hann gaf sig fram í morgun eru sex menn í haldi lögreglu vegna árásarinnar, fimm Pólverjar og einn Lithái.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu notuðu árásarmennirnir steypustyrktarjárn, rörbúta og gaddakylfur í árásinni. Ekki hefur verið upplýst hvaða hvatir lágu að baki árásinni en sjö menn særðust í henni, þar af einn alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×