Erlent

Ráðherra Sri Lanka lést í sprengjutilræði

DM Dassanayake ráðherra uppbyggingarmála á Sri Lanka lést á sjúkrahúsi í dag eftir að hafa orðið fyrir öflugri sprengju við vegkant nálægt höfuðborginni Colombo. Sjö aðrir slösuðust í árásinni sem Tamiltígrar hafa verið ásakaðir um að standa fyrir.

Á síðustu mánuðum hafa átök uppreisnarmannanna og hersins versnað. Ráðherran lést á meðan hann undirgekkst aðgerð vegna alvarlegra höfuðáverka úr sprengjuárásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×