Fjárfestið frekar í menntun en að fara á atvinnuleysisbætur 18. desember 2008 19:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir fólki að hugsa lengra og fjárfesta frekar í menntun en fara á atvinnuleysisbætur. Þorgerður var gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag þar sem rædd voru málefni Háskólans og hugsanleg ráðherrastólaskipti í ríkisstjórn. Þorgerður var spurð hvaða skilaboð hún hefði til þeirra sem hyggjast frekar fara á atvinnuleysisbætur en námslán. „Ég segi fólki að hugsa lengra og fjárfesta frekar í menntun sinni. Með hverju námsláni er ríkið að niðurgreiða 52% og það borgar sig margfalt að fara í nám en að fara á bætur," sagði Þorgerður Katrín. Aðspurð um ummæli Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskólans um að fyrirhugaður niðurskurður gerði það að verkum að Háskólinn myndi ekki ná endum saman sagðist Þorgerður vonast til þess að allra leiða yrði leitað. Hún bendir á að svokallaður rannsóknarsamningur hafi gert margt gott í menntakerfinu. „Eitt af því sem við Kristín Ingólfsdóttir fórum saman í var að móta þennan rannsóknarsamning. Við erum núna með milljarði meira en fyrir tæpum tveimur árum í framlögum til rannsókna. Það er gríðarleg aukning þó viðbótarframlaginu sem átti að koma inn hafi verið frestað." Hún sagði að einnig þyrfti að huga að tekjutengingunni sem fylgir námslánum. „Við þurfum að athuga með það." Aðspurð út í möguleg ráðherrastólaskipti innan Ríkisstjórnarinnar sagði Þorgerður að það hefði ekki verið rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það sem við erum að gera núna er að reyna að klára fjárlögin en það er verið að kalla eftir breytingum. Það er ljóst að þetta verður rætt ef til þess kemur en núna erum við að klára þingið." Tengdar fréttir Háskóli Íslands í mjög þröngri stöðu Háskóli Íslands getur ekki tekið á móti 1600 nýjum nemum og þolað niðurskurð um einn milljarð króna á sama tíma, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Háskóla Íslands verði skorin niður um 900 milljónir króna. Kristín segir að skólinn sé í mjög þröngri stöðu. 17. desember 2008 15:40 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir fólki að hugsa lengra og fjárfesta frekar í menntun en fara á atvinnuleysisbætur. Þorgerður var gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag þar sem rædd voru málefni Háskólans og hugsanleg ráðherrastólaskipti í ríkisstjórn. Þorgerður var spurð hvaða skilaboð hún hefði til þeirra sem hyggjast frekar fara á atvinnuleysisbætur en námslán. „Ég segi fólki að hugsa lengra og fjárfesta frekar í menntun sinni. Með hverju námsláni er ríkið að niðurgreiða 52% og það borgar sig margfalt að fara í nám en að fara á bætur," sagði Þorgerður Katrín. Aðspurð um ummæli Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskólans um að fyrirhugaður niðurskurður gerði það að verkum að Háskólinn myndi ekki ná endum saman sagðist Þorgerður vonast til þess að allra leiða yrði leitað. Hún bendir á að svokallaður rannsóknarsamningur hafi gert margt gott í menntakerfinu. „Eitt af því sem við Kristín Ingólfsdóttir fórum saman í var að móta þennan rannsóknarsamning. Við erum núna með milljarði meira en fyrir tæpum tveimur árum í framlögum til rannsókna. Það er gríðarleg aukning þó viðbótarframlaginu sem átti að koma inn hafi verið frestað." Hún sagði að einnig þyrfti að huga að tekjutengingunni sem fylgir námslánum. „Við þurfum að athuga með það." Aðspurð út í möguleg ráðherrastólaskipti innan Ríkisstjórnarinnar sagði Þorgerður að það hefði ekki verið rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það sem við erum að gera núna er að reyna að klára fjárlögin en það er verið að kalla eftir breytingum. Það er ljóst að þetta verður rætt ef til þess kemur en núna erum við að klára þingið."
Tengdar fréttir Háskóli Íslands í mjög þröngri stöðu Háskóli Íslands getur ekki tekið á móti 1600 nýjum nemum og þolað niðurskurð um einn milljarð króna á sama tíma, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Háskóla Íslands verði skorin niður um 900 milljónir króna. Kristín segir að skólinn sé í mjög þröngri stöðu. 17. desember 2008 15:40 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Háskóli Íslands í mjög þröngri stöðu Háskóli Íslands getur ekki tekið á móti 1600 nýjum nemum og þolað niðurskurð um einn milljarð króna á sama tíma, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Háskóla Íslands verði skorin niður um 900 milljónir króna. Kristín segir að skólinn sé í mjög þröngri stöðu. 17. desember 2008 15:40